Heilbrigt líf - 01.12.1956, Page 17

Heilbrigt líf - 01.12.1956, Page 17
þegar fyrir. Enn er heilinn konungur okkar, sem við getum bylt eða banað, en árþúsundir fortíðarinnar og uppeldi dagsins eru ein fær um að skapa. 3. erindi. í síðasta erindi var á það drepið, hvernig heilabörkur- inn raðaði störfum sínum niður á ýmis svæði, eins og í landi þar sem akuryrkja er stunduð í einu héraði, kvik- fjárrækt í öðru o. s. frv. Tíminn leyfir okkur ekki að minnast á nema örfáar af þeim heilastöðvum, sem þekkt- ar eru til muna, en áður en lengra er farið, er nauðsyn- legt að benda á, að þótt við tölum um einstakar heila- stöðvar, þá fer því fjarri að um skýr takmörk eða ein- angraðar stöðvar sé að ræða. Samband heilahlutanna inn- byrðis er mjög náið, og hin daglegu störf heilans eru eins frábrugðin einyrkjabúskapnum, þar sem hver bóndi hjakkar í sinni skák, eins og framast má vera. Nær væri að líkja heilanum við stóra hljómsveit, þar sem fullkom- in þjálfun ríkir, hver maður leikur á sitt hljóðfæri, en einstaklingsáhrifin hverfa fyrir kerfisbundinni heildar- mynd. í síðasta erindi þessa flokks verður leitazt við að gera þessa kerfisbundnu starfsemi enn ljósari. Nú skulum við um stund færa okkur niður í heilagrunn- inn eða þann hluta heilans, sem liggur framan- og ofan- vert við mænuna, þar sem hún tengist heilanum, og tengi- hluta þessara tveggja líffæra. Efst í mænunni finnum við þá stöð, sem stjórnar einni þýðingarmestu líkamsstarf- semi okkar, andardrættinum. Ætla mætti, að til þessarar stöðvar væri sérstaklega vandað, þar sem hún gegnir svo ábyrgðarmiklu starfi, og á vissan hátt er það gert, en ekki með því að gera hana stóra og umfangsmikla, held- ur með styrk einfaldleikans. Hér kemur skýrt í ljós hneigð. Heilbrigt líf 55-

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.