Heilbrigt líf - 01.12.1956, Page 22

Heilbrigt líf - 01.12.1956, Page 22
ur snögglega við og tekur að leika það hlutverk í hljóm- kviðunni, sem honum er ætlað og þjálfun hans leyfir. Næst getum við litið á hið einstaklingslega upphaf lær- dómsins. Hjá nýfæddu barni er heilabörkurinn sem óskrifað blað. Skynjanir og reynsla byrja þegar á fyrsta degi að rita rúnir sínar á þetta bókfell í orðsins fyllstu merkingu. Fyrstu vikurnar er mest af tíma barnsins notað til svefns, og meðan það sefur, eru heilabylgjur þess reglulegar og hægar eins og bárur í ládeyðu. Þegar barnið tekur að svengja, er þetta samræmi rofið, ný tilkenning, hungrið, ertir ákveðnar heilafrumur, barnið grætur og vekur at- hygli móðurinnar. í fyrstu eru soghreyfingar barnsins fálmandi og óvissar, ef til vill neitar það brjóstinu al- gerlega, en jafnskjótt og það hefur sogið og hungurtil- finning þess er úr sögunni, hægist um á ný, heilavakinn starfar ekki lengur, ládeyðan færist yfir. En hér hefur fyrsti lærdómur barnsins skapazt, ákveðn- ar heilafrumur hafa tekizt á hendur ákveðið hlutverk, og næst þegar barnið vaknar, eru þær reiðubúnari en fyrr að skipuleggja það sérstaka kerfi af rafvirkri frumu- starfsemi, sem stjórnar tilburðum barnsins, er það tekur brjóstið og sýgur. Á þessum stuttu vökustundum barnsins fyrstu vikurn- ar taka æ fleiri frumuhópar til starfa. Skynjanastarfsemi þess færist í aukana. Sjón þess er óæfð og án þekkingar, hið fyrsta, sem barnið sér, er litamunur og óskýrar útlínur, sem enga þýðingu hafa, og allar f jarlægðir eru því huldar. En á hverri vökustund senda þessar myndir ný og ný boð til sjónsvæðisins, og innan skamms hafa einnig þar skap- azt kerfi af frumustarfsemi, sem vaxa að fyrirferð og hæfni hverja nýja vöku. Hlutir fá lögun, dýpt og fjar- lægð, einstakir atburðir tengjast í viðburðakeðjur, fleiri og fleiri heilasvæði taka við boðum og setja upp ný bylgju- 60 Heilbrigt líf

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.