Heilbrigt líf - 01.12.1956, Page 25
þó aldrei að fullu. Því að jafnvel stöðvar, sem að öllu
jöfnu starfa gjörsamlega óháðar, geta á ný verið knúð-
ar undir húsbóndavaldið eins og rannsóknir Pawlovs á
tömdum svörunum hafa sýnt. Á hinn bóginn geta hinar
ósjálfráðu stöðvar öðlazt nægilegt sjálfstæði til þess að
starfsemi þeirra villi meðvitund mannsins og komi per-
sónuleika hans úr jafnvægi. Þetta er augljósast í svo-
nefndum starfrænum sjúkdómum, þegar sá hluti vit-
undarstarfsins, sem nefnist dulvitund, orsakar í sam-
starfi við hina ósjálfráðu hluta taugakerfisins sjúk-
dómseinkenni í líffærum, sem að frádregnum starfstrufl-
unum eru í heilbrigðu ástandi.
Og nú verður Ijósara, hversu samlíkingin við
reikningsvélina getur hjálpað okkur áfram að vissum
áfanga í skilningi okkar á minni og lærdómsstarfsemi
heilans, en jafnframt, að sú samlíking fylgir
okkur aðeins hálfa leið. Meðan um er að ræða
móttöku, varðveizlu og endurtekningu þeirra skynjana-
heilda, sem til heilans berast, er líkingin greinileg, og auð-
velt er að hugsa sér í efna- og raffræðilegum skilningi
þær breytingar, sem eiga sér stað í heilanum frá degi til
dags, í samræmi við atburði lífsins. Enn getum við teygt
samlíkingu okkar lengra og hugsað okkur tæknilegan
möguleika á því heimildavali og þeim dómsúrskurðum,
sem stöðugt eru á reiðum höndum, eins og sýnt var í dæm-
inu um vin okkar á Piccadilly. Hliðstæður slíkrar starf-
semi er jafnvel hægt að skapa á vélræna sviðinu, þótt hér
gefist ekki tíma til þess að skýra þær nánar. En hér er-
um við komin á yztu þröm, og líkinguna við reiknings-
vélina þrýtur. Eftir er stökkið frá hinni dásamlega marg-
þættu starfrænu hlið heilastarfseminnar yfir í heim með-
vitundarinnar. Það er hið efsta þrep, sem vélin hefur
enn ekki klifið, hlekkurinn, sem heilinn dylur enn fyrir
sjálfum sér.
Heilbrigt líf
63