Heilbrigt líf - 01.12.1956, Síða 31
Tannkím.
Vaxafsteypa af kjálka með frumþykkni og tannkímum úr 10 vikna
fóstri.
inn til kvikunnar og tannbeinsins. Kvika nefnist band-
vefur sá, sem fyllir tannholið. I fyrstu eru rótargöngin
jafnvíð opinu í rótarslíðrinu. Þau þrengjast smám sam-
an, þegar tannbein myndast neðst í rótinni og sement
hleðst utan á hana. Með aldrinum bætast fleiri sement-
lög innan í rótaropið, og í kringum það, og þrengjast þá
göngin ennþá meir.
Framtennur og augntennur hafa einfalda rót, en jaxlar
tví- eða þríklofna. Rótarkvíslarinar myndazt þannig, að
totur vaxa á tveim, þrem eða fleiri stöðum rótarslíðursins.
Smám saman lengjast toturnar og vaxa að lokum saman í
bryggjur, sem brúa bilið milli jaðranna. Op, jafnmörg rót-
arkvíslunum, verða í neðri hluta slíðursins. I rótarklofinu
miðju hefst ummyndun bandvefsins í tannbein og þaðan
vaxa ræturnar niður á við, unz fullri lengd er náð.
Tennur geta myndazt víðar í líkamanum en í kjálkun-
um, t. d. í æxlum í eggjastokkum og heiladingli. Myndun
og vöxtur slíkra tanna skeður á sama hátt og í kjálkun-
um. Sundum myndazt ekki tennur, svo þær vantar á stöku
Heilbrigt líf
69