Heilbrigt líf - 01.12.1956, Side 33

Heilbrigt líf - 01.12.1956, Side 33
UM DÁLEIÐSLU í Epionu, riti finnska hjúkrunarkvennafélagsins, birt- ist nýlega útdráttur úr fyrirlestri um dáleiðslu eftir finnskan lækni, dr. Claes Cedercreutz. Fyrirlesturinn vakti mikla athygli, eigi sízt vegna þess, að læknirinn hafði tekið með sér sjúkling, mann, sem misst hafði annan handlegginn og- þurfti nú að fá endurnýjaða aðgerð, en það reyndist vera dáleiðsla. „Heimurinn er fullur af sefjun“, hóf dr. Cedercreutz mál sitt. „Ef þú mætir kunningja þínum á förnum vegi og hann segir sem svo: Æ, hvað þú ert þreytulegur, þá er það sefjun — og þegar fólk les auglýsingu í dagblöð- unum, að það eigi að kaupa stomatol, þá er það einnig sefjun. Dáleiðsla er einfaldlega sefjun, sem framkvæmd er í ákveðnum tilgangi". Nánar er ekki hægt að skilgreina þetta fyrirbæri, en svefn er það ekki, það hefur verið hægt að sanna með röntgentækni. Áheyrendum til mikillar undrunar fullyrð- ir dr. Cedercreutz, að hver og einn geti dáleitt. En ekki er hægt að dáleiða hvern sem er. Um það bil helmingur mannkynsins er móttækilegur fyrir dáleiðslu og af þeim ástæðum getur þessi aðferð ekki komið að fullum notum. Með dáleiðslu er hægt að framkalla ýmsar lífeðlisfræði- legar breytingar, sem hægt er að fylgjast með. Það er hægt að auka magavökvann og munnvatnsrennslið. Það er hægt að hækka blóðþrýstinginn og örfa æðasláttinn með Heilbrigt líf 71

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.