Heilbrigt líf - 01.12.1956, Síða 40

Heilbrigt líf - 01.12.1956, Síða 40
sett úr biðstofu og önnur á móti í böðin. Böðunum breytt í einn almenningsklefa með hæfilega mörgum sturtum, núverandi bað- klefi á móti hurð úr gangi verði innréttaður sem sérklefi og bún- ingsherbergi fyrir framan. Bekkir í gufubaðstofu teknir burtu og herbergið búið sem þvottahús, þar komið fyrir dælum, sem nú eru úti á gangi. I biðstofu settir bekkir og hún máluð. í kjallaragang settir fatasnagar fyrir yfirhafnir. Stofur í suðurhlið, ásamt gangi, málaðar. Handrið sett á stiga niður í kjallara. Gólfdúkur á gólf. 7. hæð. Endurbætur gerðar á miðstöð. Frárennsli frá handlaug breytt þannig, að frárennslisrörið komi ekki neðan á loftið í bað- herbergi. Rúður og listar teknir upp og hvorttveggja lagt í undir- burð að nýju og öll hæðin máluð. Utanhúss. Sett handrið á tröppur, gert við leka meðfram vind- skeið á suð-austur gafli, sett niðurföll frá þakrennum, þak og tré- verk utanhúss tvímálað. Heildarkostnaður er áætlaður kr. 90.000. Á síðasta ári var leitað til þings og stjórnar um styrk til þessara endurbóta á sjúkraskýlinu, en sú málaleitun bar engan árangur. I vetur varð ekki lengur komizt hjá því að skifta um miðstöðvar- ketil. Þarf nú að kosta kapps um að framkvæma greindar breytingar og lagfæringar. Heilbrigt líf. 1.—-2. hefti kom út í september 1952 undir ritstjóm Elíasar Ey- vindssonar, læknis. Von er á nýju hefti innan skamms. Námskeið. Frk. Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarkona Rauða kross fs- lands, hélt námskeið eins og að undanfömu. Að þessu sinni voru námskeið haldin á eftirtöldum stöðum: f Sandgerði, og tóku 9 nemendur úr unglingadeild barnaskólans þátt í námskeiði í hjálp í viðlögum, sem haldið var í febrúarmánuði. í Húsmæðraskólanum að Löngumýri. 22 ungar stúlkur luku prófi í heimahjúkrun og hjálp í viðlögum, en þeim var auk þess kennd meðferð ungbama. Kennslan fór fram 3 fyrstu vikurnar í október. f Reykjavík voru á tímabilinu 22. okt. til 20. nóv. haldin fjögur námskeið, tvö í heimahjúkrun og tvö í hjálp í viðlögum. Þátttakendur vora alls 28 konur og 11 karlmenn, 19 frá félaginu „Hvítabandið" og 20 frá Kvennadeild Alþýðuflokksins í Kópavogi. Að Holti í Vestur-Eyjafjallahreppi vora að lokum haldin nám- skeið í heimahjúkrun og hjálp í viðlögum dagana 22.—29. nóv. Þátttakendur vora 11 konur og 6 karlmenn. 78 Heilhrigt líf

x

Heilbrigt líf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.