Heilbrigt líf - 01.12.1956, Side 45

Heilbrigt líf - 01.12.1956, Side 45
Deildin eignaðist í byrjun ársins 1952 nýja sjúkrabifreið og ann- aðist með henni sjúkraflutninga í bæ og héraði. Þá tryggði deildin sér einnig afnot af öðrum bíl, sem grípa mætti til í snjóum og ófærð, sem oft er að vetri til. Er þetta sterkur bíll með drifi á öllum hjólum og kemst því víða, þar sem sjúkrabíll deildarinnar kemst ekki. Voru alls árið 1952 farnar 222 ferðir, 153 innanbæjar og 69 út um héruð. Þá rak deildin ljósastofu sína eins og áður. Nutu þar ljósbaða alls 114 í 1942 skipti, þar af voru 80 böm og 34 fullorðnir. Aðsókn var minni en ella vegna mislingafaraldurs þess, er gekk í bænum fyrri hluta vetrarins. Veiktust fyrst og fremst af mislingum þeir aldursflokkar barna, sem ljós sækja hjá stofunni, þ. e. böm innan skólaskyldualdurs. Er starfsemi þessi vinsæl og gerir áreiðanlega mikið gagn. Sá frú Helga Svanlaugdóttir um ljósastofuna, en hafði sér til aðstoðar ungfrú Guðrúnu Halldórsdóttur. Deildin stóð fyrir söfnun til hjálpar fólki á flóðasvæðum Hollands og safnaðist kr. 31.500,00. Merkjasala á öskudaginn gekk betur en nokkru sinni áður og söfnuðust alls í bænum og nágrenni kr. 11.262.00. Eins og áður önn- uðust böm úr Bamaskóla Akureyrar merkjasöluna í bænum. Fengu þau fyrir það ókeypis bíóferð, en Skjaldborgar Bíó var svo vinsam- legt að veita þeim ókeypis aðgang að skemmtilegi-i mynd. Deildin naut nokkurs styrks frá bæ og sýslu eins og áður og hélzt fjárhagur í horfinu og sýndu reikningar kr. 5.642,97 hagnað eftir reikningsár 1952. Félagar í árslok voru 430 ársfélagar og 42 ævifélagar. H afnwrfjarðardeild. Stjórn deildarinnar skipa: Ólafur Einarsson, formaður Björn Jóhannsson, ritari Hjörleifur Gunnarsson, gjaldkeri Haraldur Kristjánsson, varaformaður Ágústa Jónsdóttir Elísabet Erlendsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir. Tala meðlima í deildinni: 192. Skuldlaus eign deildarinnar: Sjúkrabifreið og krónur 18.940,91 í sjóði. Helztu framkvæmdir á árinu: Sjúkrabifreiðin annaðist sjúkraflutning í Hafnarfirði, Keflavík og einnig í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Heilbrigt líf 83

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.