Heilbrigt líf - 01.12.1956, Page 46

Heilbrigt líf - 01.12.1956, Page 46
Neskaupstaðardeild. Stjómin hélt 2 fundi á tímabilinu, og var þar ýmislegt rætt varð- andi starfsemi deildarinnar. Annars gekk starfsemin með eðlilegum hætti, þótt fundir væru ekki haldnir. Aðalstarfið var rekstur Ijóslækningastofunnar, en hún hefur ver- ið starfrækt af deildinni vetrarmánuðina öll árin, og hefur aðsókn oft verið mikil. Frú Kristín Magnúsdóttir hefur annazt um stofuna með ágætum öll árin. Annað aðalviðfangsefni deildarinnar var að útvega í bæinn gegn- umlýsingar- og röntgenmyndatæki. Fengust þau frá Philips í Hollandi og kostuðu um 36 þús. krónur. Tæki þessi voru gefin sjúkrahúsi Neskaupstaðar, og afhenti stjórn deildarinnar þau bæj- arstjóra og héraðslækni til varðveizlu og notkunar hinn 31. marz 1952. Tækjunum var komið fyrir til bráðabirgða í lækningastofu héraðslæknis, og hafa þau þegar verið notuð nokkuð. Deildin fékk kvenfélagið Nönnu og Kvennadeild Slysavarnafé- lags Neskaupstaðar til þess að leggja fram fé til kaupanna, og lagði hvort félag fram þriðjunginn af kostnaðarverði þeirra. Þá hefur deildin og annazt merkjasölu o. fl., svo sem venja hefur verið. Tekjur deildarinnar hafa á tímabilinu numið samtals kr. 58.756.75. Þar af frá Ijóslækningastofunni um kr. 53 þús. Gjöldin hafa orðið kr. 62.390.75, og er það rekstur ljósastof- unnar, framlag til gegnumlýsingartækjanna og árgjöld til R. K. í. Skuldlaus eign deildarinnar í árslok 1952 er kr. 8.422.50. Félagar í árslok 1952 eru 76. Þar af eru 2 ævifélagar, 6 styrktarfélagar og 68 ársfélagar. Fjórir af stofnendum deildarinnar hafa dáið á tímabilinu, 11 flutt til Reykjavíkur og horfið úr félaginu, nokkrir aðrir hafa og yfirgefið félagsskapinn, en aðrir komið í þeirra stað. Aðalfundur deildarinnar fyrir yfirstandandi ár var haldinn mánu- daginn 2. marz s. 1. Stjórn félagsins skipa nú: Bjöm Björnsson, formaður Eyþór Þórðarson, ritari Kristín Ágústsdóttir, féhirðir Ingi Jónsson, varaformaður Kristín Magnúsdóttir, meðstjórnandi Níels Ingvarsson Jóhannes Stefánsson. Fuiltrúi á aðalfundi R. K. f. 1953 var kjörinn Einar Hilmar, fyrsti formaður deildarinnar. Hann er fyrir alllöngu fluttur burt af félagssvæðinu, en er samt sem áður fullgildur félagi og áhuga- samur um starfsemina. 84 Heilbrigt líf

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.