Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.2016, Side 19

Skinfaxi - 01.03.2016, Side 19
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 19 ANÍTAVALA Fjölmargir lands- og heimsþekktir íþróttamenn hafa keppt á Unglingalandsmótum UMFÍ frá fyrsta mótinu á Dalvík árið 1992. Hér er aðeins brot af flottri sögu landsmótanna. Stjörnur á Unglingalandsmóti Vala sló í gegn á alþjóðlegu móti á Bíldudal Stangarstökkvarinn Vala Flosadóttir lét sig ekki vanta á Unglingalands- mót UMFÍ í Vesturbyggð um versl- unarmannahelgina árið 2000. Vala hafði þá ári fyrr orðið Evrópumeistari í stangar- stökki 22 ára og yngri árið 1999, með 4,3 metra stökki. Vala keppti reyndar ekki á sjálfu mótinu enda orðin 22 ára. Vala er hins vegar uppalin á Bíldudal, æfði þar flest sem í boði var á íþróttavellinum og þótti efnilegur stökkvari. Það var því viðeigandi að efna til alþjóðlegs móts í stangarstökki á sama tíma og Unglingalandsmótið fór FÁÐU ÞÉR FRÍTT EINTAK fram. Þar keppti Vala í fyrsta sinn í heimabyggð við Þóreyju Eddu Elísdóttur og þrjá aðra heimsþekkta erlenda keppendur. Í bókinni Vormenn Íslands, sem fjallar um sögu UMFÍ í 100 ár, segir að Vala hafi leikið á als oddi á mótinu og áhorfendur hafi þyrpst að henni, Vala hafi gefið eiginhandaráritanir á báða bóga og það blási ungum krökkum kapp í kinn að fara að æfa íþróttir, jafnvel stangarstökk. Slíkur var áhuginn á keppninni í stangarstökki að allir Bílddælingar fylgdust með keppninni og mátti sjá í sjoppuglugga skilti sem á stóð: „Lokað vegna stangarstökkskeppni.“ Um mánuði eftir alþjóðlega mótið á Unglingalandsmóti UMFÍ fór Vala yfir 4,5 metra á Ólympíuleikunum í Sidney í Ástralíu og tryggði sér bronsverðlaun. Aníta fékk tækifæri til að ferðast um landið F rjálsíþróttakonan frábæra, Aníta Hinriksdóttir, hefur keppt á nokkrum Unglingalandsmótum UMFÍ. Í viðtali við Skinfaxa árið 2014 sagðist hún alltaf hafa notið sín á Unglingalandsmótunum og henni hefði þótt gaman að taka þátt í þeim. „Unglingalandsmót UMFÍ eru frábær hvert sem litið er, góð og jákvæð reynsla. Á mótunum hefur ég kynnst mörgum krökkum og tekið þátt í greinum sem ég er ekki vön að keppa í. Það hefur verið mjög gaman og góð stemning. Krakkar og unglingar eiga að nota þetta tækifæri, að keppa við jafnaldra sína í góðu umhverfi. Þátttakan í mótunum hefur líka gefið manni tækifæri til að ferðast um landið.“

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.