Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2016, Qupperneq 19

Skinfaxi - 01.03.2016, Qupperneq 19
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 19 ANÍTAVALA Fjölmargir lands- og heimsþekktir íþróttamenn hafa keppt á Unglingalandsmótum UMFÍ frá fyrsta mótinu á Dalvík árið 1992. Hér er aðeins brot af flottri sögu landsmótanna. Stjörnur á Unglingalandsmóti Vala sló í gegn á alþjóðlegu móti á Bíldudal Stangarstökkvarinn Vala Flosadóttir lét sig ekki vanta á Unglingalands- mót UMFÍ í Vesturbyggð um versl- unarmannahelgina árið 2000. Vala hafði þá ári fyrr orðið Evrópumeistari í stangar- stökki 22 ára og yngri árið 1999, með 4,3 metra stökki. Vala keppti reyndar ekki á sjálfu mótinu enda orðin 22 ára. Vala er hins vegar uppalin á Bíldudal, æfði þar flest sem í boði var á íþróttavellinum og þótti efnilegur stökkvari. Það var því viðeigandi að efna til alþjóðlegs móts í stangarstökki á sama tíma og Unglingalandsmótið fór FÁÐU ÞÉR FRÍTT EINTAK fram. Þar keppti Vala í fyrsta sinn í heimabyggð við Þóreyju Eddu Elísdóttur og þrjá aðra heimsþekkta erlenda keppendur. Í bókinni Vormenn Íslands, sem fjallar um sögu UMFÍ í 100 ár, segir að Vala hafi leikið á als oddi á mótinu og áhorfendur hafi þyrpst að henni, Vala hafi gefið eiginhandaráritanir á báða bóga og það blási ungum krökkum kapp í kinn að fara að æfa íþróttir, jafnvel stangarstökk. Slíkur var áhuginn á keppninni í stangarstökki að allir Bílddælingar fylgdust með keppninni og mátti sjá í sjoppuglugga skilti sem á stóð: „Lokað vegna stangarstökkskeppni.“ Um mánuði eftir alþjóðlega mótið á Unglingalandsmóti UMFÍ fór Vala yfir 4,5 metra á Ólympíuleikunum í Sidney í Ástralíu og tryggði sér bronsverðlaun. Aníta fékk tækifæri til að ferðast um landið F rjálsíþróttakonan frábæra, Aníta Hinriksdóttir, hefur keppt á nokkrum Unglingalandsmótum UMFÍ. Í viðtali við Skinfaxa árið 2014 sagðist hún alltaf hafa notið sín á Unglingalandsmótunum og henni hefði þótt gaman að taka þátt í þeim. „Unglingalandsmót UMFÍ eru frábær hvert sem litið er, góð og jákvæð reynsla. Á mótunum hefur ég kynnst mörgum krökkum og tekið þátt í greinum sem ég er ekki vön að keppa í. Það hefur verið mjög gaman og góð stemning. Krakkar og unglingar eiga að nota þetta tækifæri, að keppa við jafnaldra sína í góðu umhverfi. Þátttakan í mótunum hefur líka gefið manni tækifæri til að ferðast um landið.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.