Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2019, Qupperneq 4

Skinfaxi - 01.02.2019, Qupperneq 4
4 SKINFAXI Marga óar við félagsstörfum og öllu sjálfboðaliðastarfi. Að sækja fundi, sitja fundi, fara yfir reglugerðir, veita viðurkenningar, standa kannski úti í vegarkanti í gulu vesti, bæði í sól og súld, og tryggja öryggi þátttakenda sem skjót- ast hjá á mishraðskreiðum reiðhjólum á Unglingalandsmóti UMFÍ. Fyrir skemmstu hlustaði ég á íþrótta- konu lýsa því sem hún fær út úr iðkun sinni. Hún sagði margoft: Ég elska þetta! Íþróttakonan hreif mig með sér í ástríð- unni. Það var ekki bara sjálf íþróttin held- ur allt í kringum hana sem hún lýsti, hvað hún naut samveru með öðrum á sínum eigin forsendum og fílaði það í botn. Það er svo gaman þegar fólk elskar það sem það gerir og er tilbúið að leggja sig fram um að koma því í verk sem það ann. Ég hef lengi verið innan ungmenna- félagshreyfingarinnar. Satt að segja drakk ég hana í mig með móðurmjólkinni í Lundarreykjadal og gerði allt hvað ég gat fyrir Ungmennafélagið Dagrenningu, aðildarfélag Ungmennasambands Borgar- fjarðar (UMSB), sambandsaðila UMFÍ. Leið mín lá á vegi hreyfingarinnar og 24 ára var ég orðin framkvæmdastjóri UMSB. Þaðan fór ég inn í varastjórn UMFÍ og tók síðan sæti í aðalstjórn árið 2013. Ég met það svo að enginn eigi að sitja í sama stólnum of lengi því að hætta er á að fleira rykfalli en langsetnir. Alltaf er þörf á endurnýjun og framgangi nýrra hugmynda. Af þeirri ástæðu einni ætla ég að standa upp úr stólnum í haust. Ég hef sagt mörgum frá þessari ákvörð- un minni og mælt með því við marga að sækjast eftir setu í stjórn UMFÍ. Allavega að bjóða fram krafta sína til að byrja með. Alltaf, þegar ég geri það, finn ég hvað mér finnst raunverulega gaman að vera í stjórninni. Þar hef ég alltaf fengið stuðn- ing. Þegar ég hugsa til þess er ótrúlegt að vinir mínir í ungmennafélagshreyf- ingunni hafi treyst mér til að taka þar sæti. Mér fannst ég auð- vitað algjör byrjandi, blaut á bak við eyrun og óskrifað blað í svo merkilegri stöðu. Stjórnarseta getur krafist gríðarlegrar vinnu. Það er ómetanlegt að vera undir þrítugu og vera treyst til að vinna að verkefn- um sem ég hélt alltaf að mun eldra og reynd- ara fólk tæki að sér. Ef mig rak í vörður sökum þekkingarskorts hefur stjórn- armaður alltaf gefið sig fram og veitt stuðning í formi þekkingar og framgangi verka. Hjá UMFÍ er enginn settur í gapa- stokk fyrir að vita ekki nóg, því að marg- ir eru reiðubúnir til að hjálpa óreyndum inn í rótgrónari heim. Það krefst hug- rekkis og viðheldur endurnýjun ung- mennafélagshreyfingarinnar. Nú, þegar komið er að leiðarlokum hjá mér í stjórn UMFÍ, verður mér æ oftar hugsað til þess hvað ég elska að taka þátt í öllum störfum hreyfingarinnar. Hvort heldur það eru íþróttirnar eða félagsstörfin. Ungmennafélagsandinn er svo alltumlykjandi. Þar eru allir með, allir tilbúnir til að hjálpa öðrum að vaxa og verða betri til að gera allt gott starf enn betra. Þess vegna elska ég UMFÍ. Hrönn Jónsdóttir, ritari stjórnar UMFÍ Efnisyfirlit 12 Forvarnastarf fer aldrei í frí. 10 UMFÍ verður öflugra landssam- band. 42 Telja hreystitíma efla áhuga barna á íþróttum. 6 Lét drauminn rætast og stofnaði fimleikafélag. 8 Ævintýri í nýjum Ungmennabúð- um á Laugarvatni. 14 Danir fræðast um íslenska for- varnamódelið. 16 Íþróttir styrkja vinatengsl. 18 Jafnir styrkir til stráka og stelpna. 24 Siðferðilegt illgresi grisjað burt. 26 Eiður í lýðháskóla. 28 Alltaf jafnmikið ævintýri að vera sjálfboðaliði. 30 Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn. 32 Hvernig er best að tryggja börn og iðkendur í íþróttum? 34 Landsmót UMFÍ 50+ Neskaupstað. 36 Ölli hjálpar börnum og ungmenn- um að stunda íþróttir. 37 Hvött til að taka þátt í félags- störfum. 38 Æskulýðsvettvangurinn kynnir nýjung í barnavernd. 41 20.000 tóku þátt í Hreyfivikunni. Leiðari UMFÍ VEITTI MÉR TÆKIFÆRI 20 Sjálfstæðar stúlkur í París.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.