Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 13
SKINFAXI 13
FINNST FÁIR HAFA
SKOÐAÐ STARF UMFÍ
„Það kom mér á óvart að svo virðist sem lítið sé talað um það
hvaða gildi viðburðir UMFÍ hafa fyrir ungmenni og fáir hafa
skoðað starfið,“ segir Erla. Hún er fædd árið 1995 og 24 ára.
Þremur árum áður en hún fæddist var Unglingalandsmót UMFÍ
haldið í fyrsta sinn.
Erla er ungmennafélagi fram í fingurgóma, ólst upp við að
fara á Landsmót UMFÍ og taka þátt í viðburðum ungmenna-
félagshreyfingarinnar. Hún hefur sjálf tekið þátt í sex Unglinga-
landsmótum, unnið fyrir sambandið sitt, sem er UÍA, og auk
þess tekið þátt í umræðupartýum UMFÍ, ráðstefnunni Ungu fólki
og lýðræði og gert margt fleira. Hún var meðal annars starfs-
maður UÍA þegar Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Egils-
stöðum um verslunarmannahelgina 2017.
Erla, sem ólst upp á Egilsstöðum, segir undarlegt að á ungl-
ingsárunum hafi hún iðulega verið sú eina í sínum bekk sem fór
á Unglingalandsmót UMFÍ. Almennt hafi ekki margir í árgangi
hennar farið á mótin. „Þetta breyttist reyndar strax þegar mótið
var haldið á Egilsstöðum árið 2011 en þá vissu fleiri af því og
héldu áfram að fara á mótin eftir það,“ segir Erla og telur mikil-
vægt að mótið sé haldið sé sem víðast um landið svo að fólk
kynnist því. „Um leið og fólk kynnist mótunum eykst forvarna-
gildið,“ bætir hún við.
Erla segir það hafa verið forvitnilegt að kíkja á bak við tjöld-
in hjá UMFÍ og skoða hvernig unnið er að framgangi stefnu
UMFÍ í mörgum málum, svo sem í forvarnamálum.
„UMFÍ vinnur alveg magnað starf á mörgum sviðum. For-
varnir eru til dæmis mjög góð hliðarafurð af umræðupartýum
UMFÍ þar sem allir skemmta sér án áfengis og vímuefna. Í
partýunum endurspeglast að ungt fólk vill forvarnir og að UMFÍ
hlustar á þær raddir,“ segir Erla. Hún telur það sama eiga við
um Unglingalandsmót UMFÍ.
„Þetta er áreiðanlega einhver ódýrasta fjölskylduhátíð sem
völ er á. Fólk ætti að fara á mótið. Ég á sjálf þrjár yngri systur.
Við fórum öll saman á Unglingalandsmót UMFÍ. Amma kom
með og við vorum öll saman á tjaldsvæðinu. Mótið styrkir sam-
veru fjölskyldunnar. Það er jákvætt enda sýna niðurstöður rann-
sókna að tengsl eru á milli samveru og neyslu. En ég held að
fólk átti sig ekki almennilega á því hvað starf UMFÍ er gott og
Unglingalandsmótið hefur góð áhrif. Ég mæli eindregið með
Unglingalandsmótinu og hvet foreldra til að senda börn sín á
viðburði UMFÍ,“ segir Erla Gunnlaugsdóttir.
Hvernig er unnið
að markmiðunum?
Erla dregur fram nokkur markmið UMFÍ í forvarnamál-
um og skoðar sérstaklega hvernig unnið er með þau.
1Að vera leiðandi í forvörnum sem varða heilsu og
holla lífshætti. UMFÍ stefnir ekki einungis að því að
draga úr neyslu einstaklinga heldur að bæta almenna
lýðheilsu fólks.
2 Þjálfarar, leiðbeinendur og aðrir sem ábyrgð
bera séu meðvitaðir um mikilvægi þess að halda
áfengi, tóbaki og öðrum vímuefnum frá viðburðum.
3 UMFÍ skapi ungmennum vettvang til áhrifa og
vinna hefur verið lögð í að koma ungmenna-
ráðum til starfa hjá héraðssamböndunum. Þar verður
til vettvangur fyrir ungt fólk til að koma saman, halda
fundi og ræða saman, m.a. um það hvernig þau sjái
framtíðina fyrir sér.
4 Að efla og styrkja leiðtogahæfileika og sjálfs-
mynd einstaklinga. Fram kemur í ritgerðinni að
formaður UMFÍ hvetji héraðssambönd og aðildarfélög
til að fjölga ungu fólki í stjórnum og hafa það með í
starfinu.
5 Að efla forystufólk sambandsaðila og sjálfsmynd
einstaklinga. Stjórn og framkvæmdastjóri UMFÍ
hafa unnið að því að efla samstöðu og samvinnu sam-
bandsaðila UMFÍ. Samráðsfundir efla vinnu hjá félög-
unum. Ungmennaráðstefnur eins og Ungt fólk og lýð-
ræði styrkja sjálfsmynd ungs fólks.