Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 15
SKINFAXI 15
• Lone og sveitarstjórnarfólkið frá Odder eru fjarri
því eini hópurinn frá Danmörku sem hefur leitað
til UMFÍ upp á síðkastið. Haustið 2018 kom hópur
frá DGI Østjylland í Danmörku í heimsókn í þjón-
ustumiðstöð UMFÍ. Heimsóknin var liður í verkefni
á milli Dananna og Ungmennafélags Selfoss sem
hafði farið utan í því augnamiði að auka tengsl
danska sambandsins við Selfyssingana. DGI
Østjylland er héraðssamband innan DGI sem eru
systursamtök UMFÍ í Danmörku.
• Í apríl kom svo í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ hópur sveitarstjórnarfólks og starfsmanna frá
bæjarfélaginu Haderslev á Suður-Jótlandi. Danirn-
ir voru líkt og landar þeirra áður staddir hér á
landi til að kynna sér starf íþrótta- og ungmenna-
félaga en líka forvarnastarf og markmið í lýðheilsu-
málum.
• Sveitarstjórnarfólk frá Herning á Jótlandi kom í
maí og leitaði líka eftir fræðslu um íþróttir og for-
varnir og markmið UMFÍ og Íslendinga í lýðheilsu-
málum. Dönsku gestirnir spurðu margs, sérstak-
lega um það hvernig Íslendingum hafi tekist að
draga úr áfengisneyslu og notkun tóbaks. Danir
eru jafnframt að skoða kosti frístundakorta í íþrótta-
starfi og ýmislegt fleira sem þeir telja til fyrirmynd-
ar hér á landi.
Lone segir það sama eiga við um danska unglinga og eigi
– eða átti – við íslensk ungmenni. „Þau byrja að neyta áfengis
á síðasta ári í grunnskóla, um 15–16 ára aldurinn. Sum byrja
fyrr en önnur seinna. Við höfum unnið að því fjölga í seinni hópn-
um, sérstaklega fækka þeim sem drekka í framhaldsskólum.“
Lone segir meginmarkmið heimsóknarinnar til Íslands vera
að fræðast um íslenska forvarnamódelið og þær leiðir sem
farnar hafa verið hér á landi til að fjölga ungmennum í íþrótt-
um og skipulögðu tómstundastarfi. „Þið hafið náð mjög góðum
árangri í forvarnamálunum. Við viljum átta okkur betur á hvað
þið gerðuð og þess vegna er lærdómsríkt að koma til UMFÍ og
læra af ykkur,“ segir hún.
Sveitarstjórnarfólkið frá Odder ásamt Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ.
Hópurinn frá Herning.