Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 17
SKINFAXI 17
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að aukin skemmtun og
ánægja í íþróttum hefur jákvæð áhrif á íþróttaiðkun unglinga
og getur skilað því að ungt fólk haldi áfram að stunda íþróttir
fram á fullorðinsár.
Í STUTTU MÁLI
1. Þátttakendur nefndu mikilvægi samveru með öðrum
iðkendum á æfingum. Samveran styrkir vinatengsl og
gæti leitt til nýrra og fleiri vinatengsla og stærri vina-
hóps. Það að geta tengst öðrum þótti stór þáttur í
andlegri vellíðan.
2. Hittingar og hópefli utan æfingatíma og/eða í æfinga-
og keppnisferðum þótti styrkja liðsheildina og vina-
tengslin meðal íþróttaiðkenda. Þar má telja sundferðir,
ferðir í keilu, matarboð og/eða út að borða svo fátt
eitt sé nefnt. Þetta gefur iðkendum tækifæri til að kynn-
ast persónulega og styrkja vinabönd.
3. Jákvæður stuðningur og hvatning frá æfingafélögum
dregur úr streitu og bætir andlegan líðan. Á hinn bóg-
inn geta neikvæð samskipti leitt til þess að ungir iðk-
endur hætti í íþróttum.
4. Öguð vinnubrögð, samskiptahæfni og hvatning þjálf-
ara skiptir miklu máli í að búa til jákvætt andrúmsloft
fyrir unglinga og gefa þeim rými til að bæta sig í
skipulögðu umhverfi.
5. Hugmyndaríkur þjálfari með stöðugt nýjar og fjölbreytt-
ar æfingar gefur iðkendum tækifæri á bætingum sem
eykur andlegan og líkamlegan styrk og vellíðan.
6. Þátttakendur lögðu áherslu á kosti þess að gera íþrótta-
æfingar að föstum lið í skipulagi dagsins. Á æfingum
fá iðkendur tækifæri til samskipta við aðra, íþróttaiðkun
losar iðkendur frá inniveru, sjónvarpsáhorfi, tölvum og
símum, hún bætir svefnvenjur og kemur daglegu lífi í
fastar skorður.
7. Þátttakendur telja íþróttaiðkun mikilvæga fyrir framtíð
sína, hvort sem um er að ræða atvinnumöguleika eða
ánægjulegt fjölskyldulíf með börnum og vinum.
8. Íþróttaiðkun eykur líkurnar á að unglingar lifi heilbrigðu
lífi því að hún gefur þeim tól sem hjálpar þeim til að
styrkja sig andlega og líkamlega og lifa betra lífi en ella.
Hvað eykur skemmtun og ánægju í íþróttum?