Skinfaxi - 01.02.2019, Síða 22
22 SKINFAXI
RÉTTUR TILGANGUR
OG HUGSJÓNIR
Öll ferðin í heild sinni stóð upp úr að mati Emblu Lífar Halls-
dóttur enda lærdómsríkur og skemmtilegur viðburður. Emblu Líf
leist strax vel á She Runs-viðburðinn þegar hún frétti af honum, bæði
tilgang hans og þær hugsjónir sem hann stóð fyrir og var ekki lengi
að hugsa sig um. „Við vorum fimm stelpur úr Borgarholtsskóla sem
fórum til Parísar en utan okkar komu stelpur frá tveimur öðrum fram-
haldsskólum,“ segir Embla Líf en hún er 18 ára Mosfellingur sem
stefnir langt í lífinu.
Þegar hópurinn mætti til Parísar tók við stíf dagskrá.
„Þar má nefna ratleik um stóran hluta borgarinnar sem tók heilan
dag. Boðið var upp á marga frábæra fyrirlestra í anda Ted Talk,
íþróttastöðvar, og 3 km hlaup þar sem 3.500 stúlkur tóku þátt en
þar tók ég á móti viðurkenningu fyrir hönd íslenska hópsins. Hvert
land átti að skipuleggja atriði og ákvað íslenski hópurinn að skella
í eitt gott „Húh!“ með þátttakendum. Við þurftum aðeins að útskýra
atriðið fyrir hópnum en á endanum tókst það bara nokkuð vel. Auk
þess sýndum við kynningarmyndband um Ísland.“
Hún segir She Runs hafa verið afar lærdómsríkan og skemmti-
legan viðburð.
„Ég lærði margt af fyrirlestrunum og ekki síður af öðrum þátttak-
endum. Fjórar flottar íþróttakonur héldu fyrirlestra sem kenndu okkur
margt auk þess að efla þroska okkar og skilning á lífinu. Þar komu
þær m.a. inn á sigra og ósigra, hvað teljist rétt og rangt og hvaða
lærdóm við getum dregið af mistökum okkar í lífinu. Utan þess var
auðvitað skemmtilegt að upplifa aðra menningu og að sjá atriði
annarra landa. Í raun stóð öll ferðin í heild sinni upp úr enda var
hún virkileg skemmtileg.“
ÆVINTÝRALEG FERÐ
SEM GLEYMIST EKKI
Eva Bryndís Ágústsdóttir er mikil íþróttakona auk þess að
vera á kafi í söng, leiklist og tónlist. Dagarnir í París líða henni
seint úr minni. Dvölin í París var mjög eftirminnileg og lærdómsrík
að sögn Evu sem er Hafnfirðingur á sautjánda ári.
„Það sem ég naut mest var að kynnast sem flestum og skemmta
mér með íslensku stelpunum. Mér fannst ótrúlegt að heyra hversu
illa er komið fram við stelpur og konur innan íþrótta í sumum
löndum en sjálf hef ég æft ýmsar íþróttir á borð við fótbolta, hand-
bolta og ýmsar bardagaíþróttir. Fyrir vikið stendur þetta mér nærri.
Við kynntumst stelpum frá Keníu, Ástralíu, Lettlandi, Ungverjalandi
og Frakklandi en ég hef mjög gaman að því að kynnast fólki og
heyra hvernig menningin er í öðrum löndum.“
Það sem ferðin hefur helst kennt Evu, að eigin sögn, er að þora
að taka þátt í óvissunni.
„Þetta var ævintýraleg ferð sem ég mun aldrei gleyma! Þegar
ég heyrði fyrst um She Runs vissum við ekki mikið hvað þetta gekk
allt út á. Það sem við vissum var að við þurfum ekki að borga
krónu fyrir flug og gistingu og að þetta væri einhvers konar
leiðtogaviðburður fyrir stelpur. Þrátt fyrir það hoppuðum við út í
óvissuna og skemmtum okkur svaka vel. Mér finnst mjög mikilvægt
að ferðast og gera klikkaða hluti meðan við erum ung. Þannig
lærum við að passa upp á okkur sjálf og þroskast sem manneskjur.
Um þessar mundir er ég einmitt stödd í stóru verkefni sem er að
ganga í kringum landið til styrktar Barnaspítalanum. Þá er mikil-
vægt að geta tekið þátt í óvissu morgundagsins og dvölin í París
hefur heldur betur undirbúið mig fyrir það ferðalag.“