Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2019, Page 24

Skinfaxi - 01.02.2019, Page 24
24 SKINFAXI Meginmarkmið Guðmundar Kristins Sæmundssonar, höfundar bókarinnar Siðferði í íþróttum, er að stuðla að því að rækta gott siðferði innan íþrótta- heimsins og grisja um leið burt siðferðilegt illgresi hvar og hvenær sem það kann að koma upp. Nýlega kom út bókin Siðferði í íþróttum eftir Guðmund Kristin Sæmundsson, doktor og fyrrverandi kennara við Háskóla Íslands. Bókin fjallar um íþróttasiðferði á heimsvísu og á Íslandi, í bókmenntum, listum og fjölmiðlum. Þá er í henni greint frá meginniðurstöðum í nýlegri rannsókn Guðmundar sem ber heitið Siðferði og gildi í íþróttum. Guðmundur segist þó ekki hafa rannsakað siðferðið í íþrótt- um sem slíkt heldur viðhorf fólks til þess, hvort því fyndist það mikið eða lítið. „Einnig rannsakaði ég hvort einhver munur væri á afstöðu fólks eftir hópum, svo sem aldri, kyni, búsetu, skóla- göngu, atvinnustöðu og tengslum við íþróttir. Ég giska á að sið- ferði hér á landi sé svipað og í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Það sem fjallað er um í erlendum fjöl- miðlum og bókum þekkjum við flest héðan í einhverjum mæli. Samt hafa ekki komið upp jafnstór spillingarmál hér á landi og víða erlendis.“ Konur eru siðavandaðri en karlar Guðmundur segir niðurstöður rannsóknar sinnar sýna að fólk sé almennt frekar sátt við það siðferði sem ríkir í íþróttaheimin- um og um leið ekki mjög upptekið af þeim siðferðiskröfum sem fram koma í stefnuyfirlýsingum íþróttahreyfingarinnar og í mál- gögnum hennar. „Ungt fólk, á aldrinum 18–40 ára, gerir þó aðeins minni kröfur til siðferðis en elsti hópurinn, sem telur 67 ára og eldri. Konur eru örlitlu siðavandari en karlar og leggja minni áherslu á keppni og atvinnumennsku,“ segir hann. Lítill munur var á viðhorfi þátttakenda eftir því hvaðan þeir komu. „Þannig var enginn munur á svörum eftir búsetu. Þátttakend- ur með grunnskólamenntun voru ekki kröfuharðir með tilliti til siðferðis en þeir sem hafa að baki framhaldsnám í háskóla eru einna siðavandastir. Námsfólk var á ýmsum sviðum lausara við siðferðiskröfur en meðaltalið en þeir sem eru utan vinnumark- aðar (öryrkjar, ellilífeyrisþegar o.fl.) voru nokkru siðavandari. Loks virðast tengsl við íþróttir hafa afskaplega lítil áhrif á svör þátttakenda en þó helst í þá áttina að þeir sem hafa einhver tengsl við íþróttir geri minni kröfur til siðferðis.“ Ungmennafélög halda í gildin Spurður að því hvort munur sé á ungmennafélögum og öðrum íþróttafélögum, þegar kemur að siðferði, segir Guðmundur að minni ungmennafélög og íþróttafélög fatlaðra með lítil auraráð hafi haldið betur í gömlu gildin og séu ábyrgari samfélagsstofn- anir hvert á sínum stað. „Farið var að stofna ungmennafélögin árið 1906. Þau voru mikil þjóðræknis-, siðbótar- og mannræktarfélög og störfuðu ekki eingöngu á sviði íþrótta. Fegurð íþróttanna, heiðarleiki og drengskapur í fornum anda voru höfuðdyggðirnar. ÍSÍ var stofnað árið 1912, byggt á svipuðum gildum og ungmenna- félögin, en félög þess störfuðu einkum á höfuðborgarsvæðinu. Í dag eru íþróttir að verulegu leyti markaðsvæddar. Íþróttamenn stunda íþrótt sína sem vel borgaða atvinnu og félögin eru rekin sem fyrirtæki. Þetta á jafnt við stærstu ungmennafélögin sem önnur félög.“ SIÐFERÐILEGT ILLGRESI GRISJAÐ BURT Guðmundur Kristinn Sæmundsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.