Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2019, Page 33

Skinfaxi - 01.02.2019, Page 33
 SKINFAXI 33 um hjá þessum aldurshópi þar sem setið var utan bótaréttar. Ég minni vegna þessa á vátrygginguna hjá Tryggja sem heitir Vernda sem vátryggir m.a. þennan hóp rausnarlega en hún varð til út af þessu vandamáli. Svo eru það börnin undir 16 ára aldri. Þau eru vátryggð með örorkuákvæði í fjöl- skyldu/heimilistryggingum. Nú eru heimil- istryggingar ekki skyldutrygging og ekkert öryggi fyrir því, ef barn á þessum aldri slas- ast alvarlega við íþróttaiðkun hjá íþrótta- félagi að það fái bætur sem sá skilmáli veitir. Ég hef t.a.m. aldrei spurt foreldra barna sem stunda skíðaíþróttir hvort við- komandi hafi slíka vátryggingu eða hafi gert kröfu um slíkt til að geta tekið þátt. Bauð hóptryggingu fyrir áratug Í samtali við frammámenn Íþróttabanda- lags Reykjavíkur, kom fram að þeri töldu ekki þörf á hóptryggingu þegar ég bauð þeim slíkt fyrir rúmum tíu árum. Haft var á orði að fólk væri almennt með fjölskyldu/ heimilistryggingu og væri því með vátrygg- ingu fyrir alvarlegu slysi. Eins og ég hef bent á þá dugar það ekki til heldur þarf að miða við aldur. Ekkert segir til um hvort vátryggingarfjárhæðir, sem þar eru í boði, dugi fyrir tjóninu. Svo eru ekki allir með slíkar vátryggingar. Ég tala nú ekki um ef viðkomandi er eldri en 16 ára. Það undan- skilur áhættuna. Nú er ÍSÍ með mikinn metnað fyrir starfi sínu, og hefur m.a. lagt hart að íþrótta- félögum að uppfylla ákveðið verklag og bestun í sínu starfi til að falla undir þá skil- greiningu að vera „fyrirmyndaríþrótta- félag“. Þetta er að sjálfsögðu virðingar- vert og til eftirbreytni en betur má ef duga skal. Ef iðkandi slasast á æfingu eða í keppni þá liggur áhættan hjá viðkomandi íþróttafélagi. Það sama á við um sjálf- boðaliða hjá félaginu. Ég hef ekki upplýsingar frá UMFÍ í þess- um efnum. En ég geri ráð fyrir því að for- svarsmenn ungmennafélagshreyfingarinn- ar vilji að allir iðkendur séu vátryggðir miðað við þarfir þeirra. Nú er spurningin, hvernig slysatrygg- ing sem íþróttafélag vátryggir félags- menn sína með, á að líta út? Þar er um að ræða tvær grundvallar- áhættur. Annars vegar er tímabundin áhætta og hins vegar varanleg örorka. Slys er í eðli sínu ófyrirséð og er því nánast aldrei undirbúið eða til áætlun, sérstaklega ef tjón kemur til með að breyta lífsviðurværi og kallar á breytingu á umhverfi til lengri tíma litið. Það má líka spyrja sig hversu langt almenn hóptrygging eigi að fara, hversu djúpt eigi að fara ofan í slíka þætti, en búa þarf til almennt skapalón sem hentað geti sem flestum. Það er alltaf hægt að vá- tryggja sig sérstaklega ef aðstæður krefj- ast þess. Mitt mat er að sá sem fer í íþróttastarf hjá íþróttafélagi eigi að vera vátryggður fyrir örorkutjóni að einhverri lágmarks- upphæð. Upphæðin þarf að vera hugsuð til að milda afleiðingar alvarlegs atburð- ar, hugsuð til að aðlagast umhverfi tjón- þola að breyttum aðstæðum. Vátrygging- arfjárhæðin þyrfti því að vera næg til að standa straum af þessu miðað við eðlin- legar forsendur og lágmarksafkomu tjón- þola næstu árin. Hægt að tryggja fyrir tekjutapi Ég er eins sem sé ósammála vátrygginga- félögunum um að tímabundið tekjutap sé ekki vátryggjanlegt hjá börnum í alvarlegu slysi eins og ég minntist á hér að framan. Vandamálið við alvarlegt slys er, að ef slíkt gerist þá verður aðstandandi, foreldri eða einhver nákominn að taka sér frí og sinna sínu barni eða skjólstæðingi eftir aðstæðum. Þannig þarf umönnun að vera rausnarlega vátryggð. Þar erum við að tala um upphæðir sem geta komið í stað launa viðkomandi á meðan barnið er að ná bata og þarf á aðstoð aðstandanda að halda. Það er sem sagt verið að vá- tryggja tímabundið tekjutap foreldra eða aðstandenda. Það er augljóslega rangt að ef barn slasast alvarlega sé ekki þörf á tíma- bundnum greiðslum. Barnið þarf þjónustu sem verður ekki veitt nema af aðstand- anda. Til upplýsinga þá einskorðast vátrygg- ingin Vernda frá Tryggja og Lloyd´s ekki eingöngu við slys heldur bætir við áhættu ef sjúkdómur hendir vátryggðan. Trygg- ingin Vernd er fyrir alla upp að 22 ára aldri. Íþróttahreyfingin er ekki til fyrir- myndar nema iðkendur og aðrir sem inn- an hennar eru hafi tryggingarnar í lagi. Smári Ríkharðsson, í fram- kvæmdastjórn Tryggja ehf. Skilmálar og ítarlegri upplýsingar fyrir iðkendur má sjá á tryggja.is

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.