Skinfaxi - 01.02.2019, Qupperneq 37
SKINFAXI 37
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, sem haldin
var í Borgarnesi í apríl sl., tókst afar vel. Ungmennaráð
UMFÍ, sem saman stendur af tíu manns af öllu landinu
á aldrinum frá 16 til 25 ára skipuleggur ráðstefnuna frá grunni.
Fjöldi gestafyrirlesara kom á ráðstefnuna, sveitarstjórnarfólk,
áhrifavaldar og ráðgjafar auk ráðamanna. Þar á meðal voru
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís
Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð-
herra, Soffía Ámundadóttur, formaður íþróttanefndar ríkisins, og
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, auk Gunnlaugs Júlíussonar,
sveitarstjóra Borgarbyggðar, og margra fleiri.
Á fundinum hvatti menntamálaráðherra ráðstefnugesti til að
taka að sér félagsstörf. „Ég er talskona þess að ungt fólk taki
þátt í félagsstarfi. Ég hef gert það frá 13 ára aldri og nú á vett-
vangi stjórnmálanna,” sagði Lilja og rifjaði upp að hún hefði
verið virk í félagsstörfum frá því í grunnskóla, verið formaður
nemendafélags Fellaskóla og látið til sín taka í baráttunni gegn
Hvött til að taka þátt í félagsstörfum
Ungmennaráðstefna á vegum Ungmennaráðs UMFÍ fagnaði 10 ára afmæli í apríl sl.
Undir lok ráðstefnunnar birtu þátttakendur ályktanir úr vinnu-
hópum sem þeir höfðu verið í. Ályktanirnar voru birtar í formi
setninga til stjórnvalda. Hér eru tvö dæmi:
kjarnavopnum á leiðtogafundi þeirra Ronalds Reagans, forseta
Bandaríkjanna, og Mikhaíls Gorbatsjevs, leiðtoga Sovétríkjanna,
í Höfða árið 1986. „Það að hafa byrjað í félagsstörfum ung
hefur hjálpað mér gríðarlega. Það skiptir líka máli að hafa
ástríðu fyrir því sem maður gerir. Ég hvet ykkur eindregið til að
taka þátt í félagsstörfum, skrifa niður það sem þið eruð að hugsa
og finna vettvang til að setja mál á dagskrá,“ sagði hún.