Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2019, Page 39

Skinfaxi - 01.02.2019, Page 39
 SKINFAXI 39 FYRIR HVERJA ER NÁMSKEIÐIÐ? Námskeiðið er útbúið sérstaklega fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða sem vinna með börnum og ungmennum í íþrótta- og æskulýðsstarfi en það er opið öllum þeim sem hafa áhuga á því. Þeim mun fleiri sem taka námskeiðið, því betra. AF HVERJU NETNÁMSKEIÐ? Það er mikilvægt fyrir öll þau sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Núna er mjög misjafnt, eftir því með hvaða hætti starfað er með börnum og ungmennum, hversu mikil áhersla er lögð á að starfsfólk og sjálfboðaliðar þekki barnaverndarmál, þekki birtingarmyndir þess ofbeldis sem börn og ungmenni geta orðið fyrir, og hvernig bregðast eigi við. Um leið og ein félagasamtök leggja mikla áherslu á þekkingu starfsfólks og sjálf- boðaliða leggja önnur enga áherslu á hana. Með því að bjóða upp á netnám- skeið viljum við auðvelda félagasamtök- um, starfsfólki þeirra og sjálfboðaliðum, að sækja sér slíka þekkingu. ER NETNÁMSKEIÐ BETRA? Með netnámskeiði er félagasamtökum og þeim sem starfa innan þeirra gert auðveldara að sækja sér þekkingu sem mikilvæg er til þess að stuðla að heil- brigðum, uppbyggjandi og vönduðum aðstæðum í félagsstarfi með börnum og ungmennum. Með því að bjóða upp á þessa mikilvægu fræðslu með rafrænum hætti getur hver sem er, hvar sem er á landinu, hvenær sem er, sótt sér þessa nauðsynlegu þekkingu. Það hentar eflaust mörgum vel þó að við hvetjum félögin til þess að halda um leið áfram að bjóða upp á hefðbundna fræðslu í þessum málum. ER AÐKALLANDI AÐ BJÓÐA UPP Á NETNÁMSKEIÐ? Við erum alltaf að leita leiða til þess að stuðla að auknu öryggi barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Það er ávallt aðkallandi að bæta aðstæður barna og ungmenna í félagsstarfi. Með því að bjóða upp á þessa nýjung í fræðslu og forvörnum erum við að brjóta í ákveð- ið blað sem ég veit að mun styrkja félaga- samtökin, efla starfsfólk þeirra og sjálf- boðaliða, bæta aðstæður barna og ung- menna og koma að góðum notum fyrir samfélagið allt.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.