Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 19
 S K I N FA X I 19 Upplýstu alla um stöðuna Stór hópur iðkenda var um þetta leyti að æfa fyrir keppni sem fyrir- huguð var á laugardeginum. Enginn keppenda fór á mótið. „Við vorum þarna með iðkendur sem höfðu unnið sér inn rétt til að kom- ast á Evrópumeistaramót og fleiri. Það munaði litlu að þeir myndu missa af því eins og fleira íþróttafólk,“ heldur Kjartan áfram og bæt- ir við að erfitt hafi verið að þurfa að senda alla í sóttkví. Síðan hafi allir næstu dagar farið í að svara símtölum og tölvupóstum og út- skýra hvað hafi komið upp á. „Þetta er auðvitað eitthvað sem enginn býst við en það var mikil æsifréttamennska í kringum smitin. Í raun vissu fáir hvað var að ger- ast. Fjölmiðlafólk hringdi í okkur til klukkan eitt á nóttunni,“ segir Kjartan sem bendir á að þetta hafi verið erfið reynsla en gífurlega dýrmæt. Nú viti líklega flest félög hvernig þau eigi að bregðast við aðsteðjandi vandamálum af slíku tagi en alltaf sé hægt að gera betur. „Það hefði verið gott ef við hefðum getað haft samband við tengilið til að hjálpa okkur í gegnum þetta, einhvern hjá UMSK eða UMFÍ og fengið leiðbeiningar frá fólki sem hefur lent í krísu og hefði getað miðlað upplýsingum til okkar. En við leituðum ekki þangað. Það hjálpaði okkur mikið að kona formanns Hnefaleika- félags Kópavogs er í rakningateymi Almannavarna. Við gátum leitað til hennar og vissum því hvað við áttum að gera. Við vildum heldur ekki taka neina sénsa og brugðumst hratt við fyrsta smitinu, samstilltum okkur, lokuðum húsinu, sendum alla í sóttkví og send- um tilkynningar til fjölmiðla. Við upplýstum alla, bæði iðkendur og þá sem höfðu verið í húsinu. Í kjölfarið fengum við þakkir frá Almannavörnum fyrir hröð og góð viðbrögð,“ segir hann. Þeim var ég verst … Kjartan segir viðbrögð stjórnenda og starfsfólks annarra íþrótta- félaga við smitinu hafa komið sér mest á óvart. „Það var alveg sama þótt við færum 100% eftir öllum reglum, sprittuðum allt fyrir og eftir æfingar. Smitin komu upp og þau hefðu getað komið upp hjá öðrum félögum. Við fengum gagnrýni frá öðrum á samfélagsmiðlum. Svo var fjallað um málið á upplýsinga- fundum Almannavarna. Það var afar leitt að sjá. Við upplifðum mikla skömm, enda var engu líkara en að við ættum sök á COVID- faraldrinum. Þetta voru aðstæður sem ég óska engum að lenda í og ég hefði viljað fá stuðning frá íþróttahreyfingunni í krísunni,“ segir Kjartan en bætir við að sem betur fer hafi foreldrar yngri iðk- enda tekið málinu með jafnaðargeði. COVID-faraldurinn hafi líka verið verið á blússandi siglingu í samfélaginu þegar þetta gerðist og lítið vitað um hann. „Sumir skömmuðust auðvitað yfir stöðunni því að sóttkvíin eyði- lagði áætlanir þeirra sem ætluðu að ferðast til útlanda. Til viðbótar hafði það gríðarleg áhrif á félagið að þurfa að loka sí og æ til að koma í veg fyrir möguleg smit en greiða fulla leigu á sama tíma. Dýrmætur stuðningur bakhjarla og iðkenda Kjartan segir mikið vatn hafa runnið til sjávar á því ári sem liðið er síðan smitin komu upp. Þegar yfir lauk í hamförunum varð staðan betri en allt virtist stefna í þegar verst lét. Iðkandinn, sem útlit var fyrir að myndi missa af Evrópumeistaramótinu, komst á það og á heimsmeistaramót að auki 2021. Iðkendur og bakhjarlar félagsins studdu líka vel við félagið. „Stuðningurinn kom skýrast fram um jólin en þá seldum við tölu- vert af fatnaði merktum félaginu. Fólk, sem er ekki einu sinni að æfa hjá okkur, vildi gefa föt merkt okkur í jólagjafir. Út af því og auðvitað smitunum vita nú enn fleiri af Hnefaleikafélagi Kópavogs. Eldri iðkendur greiddu líka félagsgjöldin á meðan lokunum stóð. Það var líflína félagsins á þessum erfiðu tímum,“ segir Kjartan að lokum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.