Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2021, Qupperneq 20

Skinfaxi - 01.02.2021, Qupperneq 20
20 S K I N FA X I „Mikilvægt er að uppfæra og samræma verkferla og viðbragðs- áætlanir og hafa þær aðgengilegar og sýnilegar á einum stað. Þá vita allir hvað skal gera þegar ofbeldismál eða önnur erfið atvik koma upp í starfi íþrótta- og æskulýðsfélaga,“ segir Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, samskiptaráðgjafi í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Hún hefur frá því í sumar unnið ásamt íþrótta- og æskulýðssamtökum að því að búa til sameiginlega viðbragðsáætlun fyrir þennan vettvang. Að viðbragðsáætluninni koma ÍSÍ, UMFÍ, Æskulýðsvettvangur- inn, Bandalag íslenskra skáta, KFUM og K á Íslandi, Slysavarna- félagið Landsbjörg, Íþróttabandalag Reykjavíkur og Landssam- band ungmennafélaga auk samskiptaráðgjafa íþrótta- og æsku- lýðsstarfs. Málin geta verið af ýmsum toga, allt frá ofbeldisbrotum til aga- brota, eineltis, fráfalls í fjölskyldu iðkanda eða félagsmanns og svo má lengi telja. Sigurbjörg segir mikilvægt að sameina viðbragðs- áætlanir félaga svo að aðgerðir, í hvaða málum sem þau nefnast, verði samræmdar. Það tryggi líka að öll mál fari í faglegt ferli. „Það eru til margar áætlanir og við erum að sameina þær. Þessar Ein viðbragðsáætlun fyrir allt íþrótta- og æskulýðsstarf Íþrótta- og æskulýðsfélög vinna saman að gerð samræmdrar viðbragðsáætlunar vegna atvika sem geta komið upp í starfinu. Stefnt er að því að ljúka verkinu um áramótin og verður áætlunin aðgengileg öllum. Nokkrar mismunandi viðbragðs- áætlanir eru til. Hér eru nokkrar: • Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarna- félagsins Landsbjargar og UMFÍ) (www.aev.is) • ÍSÍ: Viðbragðsáætlun við óvæntum atburðum. https://isi.is/fraedsla/vidbragdsaaetlun/ • ÍBR: Kynferðislegt ofbeldi og kynferðisleg áreitni í íþróttum (www.ibr.is) áætlanir ganga mikið út á það sama. En sameiginlegir ferlar og áætlun munu án nokkurs vafa gagnast öllum, hvað þá minni félög- um, þeim sem eru með lítið bolmagn og eiga erfiðara með að gera verklagsáætlanir. Sameiginleg viðbragðsáætlun gildir fyrir alla og verður öllum aðgengileg,“ heldur Sigurbjörg áfram. Stefnt er að því að samræmd viðbragðsáætlun líti dagsins ljós í kringum áramótin.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.