Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2023, Page 34

Skinfaxi - 01.01.2023, Page 34
34 S K I N FA X I A fturelding kynnti borðtennis í vetrarfríi grunnskólanna á höfuðborgarsvæðinu í byrjun árs. Félagið er svo heppið að eiga fjögur borðtennisborð sem UMFÍ veitti styrk til að kaupa fyrir 25 árum. Ætla má að yfir hundrað manns hafi prófað borðtennis í vetrarfríi grunnskólanna í íþróttamiðstöðinni Varmá í Mosfellsbæ um miðjan febrúar. Æfingar voru dagana 16.–17. febrúar undir stjórn þjálf- aranna Gests Gunnarssonar, Ellerts Kristjáns Georgssonar og Karls A. Claesson. Á sunnudeginum var svo boðið upp á fjölskyldutíma í umsjón landsliðsþjálfarans Bjarna Þorgeirs Bjarnasonar. Talið er að um 30 grunnskólanemendur hafi prófað borðtennis á virku dögunum en allt að 80 manns komið á kynninguna á sunnudeg- inum. Árangurinn af kynningunni er sá að stefnt er á að bjóða upp á reglulegar æfingar í borðtennis í Mosfellsbæ í haust. Fengu styrk til kaupa á borðum Kynning á borðtennis var haldin í samstarfi við íþróttafulltrúa Mosfells- bæjar og Borðtennissambandið. Valdimar Leó Friðriksson er fram- kvæmdastjóri Borðtennissambandsins, en hann var framkvæmdastjóri Styrkir úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ gefa enn af sér Hinrik Þór, Eyþór Eldur og systir hans skemmtu sér konunglega á borðtenniskynningunni hjá Aftureldingu. Aftureldingar fyrir 25 árum þegar borðtennisborðin voru keypt. „Það kom upp hugmynd um að sækja um styrk í Fræðslu- og verk- efnasjóð UMFÍ fyrir borðunum. Það gekk eftir og við gátum keypt fjögur borð sem enn eru til og nýtast enn vel,“ segir hann.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.