Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2023, Page 41

Skinfaxi - 01.01.2023, Page 41
 S K I N FA X I 41 „Við þurfum að virkja fleiri formenn, stjórnir, deildir og þjálfara í lausna- hugsun þegar fatlaður einstaklingur vill stunda íþróttir hjá félagi með ófötluðum. Það er hægt. En við megum ekki láta starfið og úrlausn málsins hvíla á herðum einstaklings, til dæmis þjálfara. Allir þurfa að hjálpast að,“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ. Hann hélt ávarp á þingi Íþróttasambands fatlaðra í apríl og var þetta í fyrsta sinn sem formaður UMFÍ gerir það. Jóhanni var af þessu tilefni tíðrætt um ýmis tímamót um þessar mund- ir. Þær helstu flutning þjónustumiðstöðvar UMFÍ í Íþróttamiðstöðina í Laugardal. Það marki skref í sögu UMFÍ og íþróttahreyfingarinnar reyndar því ungmennafélagshreyfingin er nú undir sama þaki og stór hluti íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Til viðbótar sagðist hann binda miklar vonir við nýtt skýrsluskilakerfi íþróttahreyfingarinnar. „Ef allar væntingar ganga eftir þá mun það gera okkur kleift að fá betri yfirsýn yfir íþróttastarf í landinu. Það hjálpar okkur að kortleggja stöðuna og vinna að því að allir verði með og að enginn sitji eftir á jaðr- inum,“ sagði hann og áréttaði að nýtt kerfi og betra flæði á samskipt- um innan íþróttahreyfingarinnar auk meiri samvinnu muni gagnast bet- ur þeim sem fyrir einhverra hluta sakir standa utan við íþróttastarfið. „Við þurfum að fá fleiri um borð. Allir þeir sem vilja vera með eiga Hjálpumst að svo allir geti tekið þátt í íþróttastarfi Formaður UMFÍ er bjartsýnn á framtíðina og segir það samfélagslega ábyrgð að opna dyr íþróttafélaga svo að sem flestir geti tekið þátt í starfinu. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ. að vera með. Það er lýðheilsumál að opna dyrnar fyrir öllum sem vilja vera þátttakendur í íþróttastarfi. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar hvort sem við erum innan Íþróttasambands fatlaðra, ÍSÍ eða UMFÍ, sérsambands eða aðildarfélaga,“ sagði hann. Þú finnur Skannað og skundað í App store Play store og skannaðu á meðan þú verslar! Slepptu röðinni

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.