Úrval - 01.02.1958, Page 13
ÆSKA Á HELVEGI
Rannsóknir nútímasálfræð-
inga hafa leitt í Ijós, að menn
geta orðið psýkópatar á tvenn-
an hátt. Annarsvegar við það,
að stöðnun verður á þroska ein-
staklingsins. Þegar þjóðfélags-
og heimilisástæður leggjast á
eitt um að svipta einstakling
möguleika til að öðlast trausta
sjálfsvitund og heilbrigða sam-
vizku þannig að hann verður á-
fram á valdi dulvitaðra-, frum-
stæðra þarfa og langana, verð-
ur hegðun hans psýkópatísk. Sú
er saga margra afbrotamanna,
einkum þeirra, sem virðast ekki
geta lært af reynslunni og ger-
ast brotlegir æ ofan í æ.
Hin leiðin til þess að verða
psýkópat snertir meira það við-
fangsefni, sem hér er til um-
ræðu. Það sem gerist er, að eitt-
hvað veldur því, að dulin psýkó-
patía einstaklings kemur í ljós,
hið fágaða yfirborð þroska og
siðfágunar þurrkast burt og sál-
ræn einkenni barnsins koma í
ljós. 1 reynd gerist þetta þegar
sjálfið (ego), persónuvitundin
er lömuð eða eyðilögð. Með því
að sjálfið er homsteinn persónu-
leikans, hlýtur hvað eina sem
skemmir það að hafa áhrlf á
persónuleikann sem heild. Og
það sem bilar er yfirbygging sú,
er risið hefur með auknum
þroska, og afleiðingin verður
afturhvarf til bemsku í hugsun
og hegðun.
Það er eftir þessari síðari leið,
sem nútímamenn hafa orðið
psýkópatar. Sjálf manna hefur
ÚRVAL
hlotið hvert áfallið á fætur öðru
undanfarin þrjátíu ár: stjóm-
byltingar, styrjaldir, kreppur og
öngþveiti í félagsmálum. Sífelld
nálægð við aftökur, morð og
pólitíska flóttamenn hefur skap-
að öryggisleysi. Mönnum er gert
næstum ókleift að varðveita
persónuleika sinn óskertan. Ef
hann er ekki malaður í myllu-
kvöm stjórnmálaflokkanna, ef
honum er ekki rænt með af-
dráttarlausri kröfu um að allir
skuli vera eins, þá sekkur ein-
staklingurinn honum sjálfur í
múginn — blátt áfram til þess
að bjarga lífinu. Við það að
glata persónuvitund og einstakl-
ingseðli — í stuttu máli, sjálfi
sínu — hefur nútímamaðurinn
horfið aftur til psýkópatíu
bemskunnar. Um þetta aftur-
hvarf bera vitni hin ömurlegu
minnismerki vorra tíma: sviðin
Eniwetokeyja, stauragirðing-
arnar hjá Kargopol, og stór-
gripavagnarnir á hliðarsporun-
um hjá Dachau.
Sá vegur sem mannkynið hef-
ur þrætt á undanfömum ára-
tugum, er hin gamalkunna
feigðarbraut horfinna siðmenn-
inga. Þegar geðbilunarveiran
byrjar að valda faraldri, sezt
múgmennið að völdum og til-
koma múgmennisins boðar enda-
lok félagslegs skipulags. Öll
meiriháttar menningarsamfélög,
sem lifað hafa á jörðinni á ýms-
um tímum, hafa sýnt sömu ein-
kenni og vér sýnum nú. Skortur
á einstaklingseðli, múghyggja,
11