Úrval - 01.02.1958, Page 18
APINN I GERVITUNGLINU
ÚRVAL
maðurinn aukið svo öfugugga-
háttinn að við getum ekki einu
sinni stytt okkur stundir. Við
nutum þess að leika okkur að
þyngdaraflinu: hér er ekki leng-
ur neinn þungi. Við vöktum að-
dáun múgsins með því að hanga
á fótunum eða á halanum, með
höfuðið niður: hér er ekki leng-
ur neitt ,,niður“, ekki lengur
neitt ,,upp“.
Það er enginn þungi. Líkamir
okkar, með hinum lipru útlim-
um sem orðnir er'u gagnslausir
og hlægilegir, fljóta í andrúms-
lofti gervitunglsins líkt og tveir
krabbar síldir við ósýnilegan
hólma í himingeimnum. Við get-
um ekki hreyfst úr stað, nema
þegar örvæntingarfullar handa-
tiltektir okkar rekast á eitthvað.
Þá skjótumst við í öfuga átt, og
nemum ekki staðar fyrr en við
vegg tunglsins, sem hrindir okk-
ur frá sér aftur og aftur og ei-
líflega.
Það er enginn þungi. Hver
snerting líkama við annan lík-
ama fær undireins ákveðna mót-
verkan sem skilur þá að, og
sendir þá í gagnstæðar áttir,
líkt og tvo bolta. Við getum
ekki notið ástar hvors annars.
Allar hinar heiftúðlegu tilraun-
ir okkar síðastliðinn mánuð
hafa endað í villimannlegum og
siðlausum leik, sem minnir á
knattspyrnu eða ,,gríptu þar
sem gripið verður“. Og við erum
engar nöðrur.
Hvað þá? Við höngum daga
og nætur í króki á þeim vegg
tunglsins sern snýr að jörðinni.
Við þrýstum andlitum okkar að
rúðunni. Við horfum á úthöf og
meginlönd líða hjá. Við ímynd-
um okkur að það fari líklega illa
fyrir okkur, öpunum. Á jörðinni
gefa mennirnir okkur gætur,
gegnum öfluga sjónauka fylgj-
ast þeir með svipbreytingum
okkar.
Og það vekur undrun sumra
þeirra að við skulum gretta
okkur.
Gild ástæða.
Skipshöfn á amerískum tundurspilli fékk tilkynningu um, að
ákveðið hefði verið, að tundurspillirinn færi í langa ferð til ann-
arra heimsálfa. Brá þá svo við, sem ekki mun fátítt á herskip-
um á friðartímum, að ýmsir skipverja fóru þess á leit, að þeir
yrðu fluttir á annað skip. Rökin fyrir þessum beiðnum voru
margvísleg: óhöpp af ýmsu tagi. fjölskylduástæður og margs-
konar persófiulegar ástæður.
Skipherranum þótti nóg um allar þessar beiðnir og undraðist
þá uppfinningasemi, sem skipverjar sýndu þegar tilfæra skyldi
ástæðu fyrir beiðnunum. Síðastur kom yfirtrésmiðurinn á tund-
urspillinum.
„Hverjar eru ástæður yðar?" spurði skipherrann.
„Ég get ekki farið frá konunni rninni", sagði yfirtrésmiður-
inn. „Hún er ekki ófrísk, og ég get ekki skilið hana eftir þannig
á sig komna". — Reader’s Digest.
16