Úrval - 01.02.1958, Side 24

Úrval - 01.02.1958, Side 24
Ohátiðlegt rabb nm efmsheiminn, til þess falliö að auka skiln- Ing okkar á atómöldinnl. Smátt og stórt í hinni nýju heimsmynd Grein úr „Vor Viden“, eftir John Tandberg, prófessor. ‘C'ITT júníkvöld árið 1918 var veizla haldin hjá embætt- ismanni í Indlandi. Einn gest- anna dró sig út úr glaumnum og fór út á svalirnar til að kæla sig. Bjartur stjörnuhiminninn hvelfdist yfir höfði hans og hann tók eftir að ný stjarna ljómaði í Arnarmerkinu. Þessi stjarna hlaut síðar nafnið Nova Aquilae, og það voru fleiri en þessi ungi maður sem komu auga á hana þetta kvöld. En hið athyglisverða við hinn ungá Englending voru hugrenningarnar, sem hjá hon- um vöknuðu við þessa sýn. Hann hugsaði eitthvað á þessa leið: „Hvað hefur gerizt úti í geimnum? Er þetta ef til vill sýnilegur árangur af djörfum og velheppnuðum tilraunum, sem einhver duglegur eðlis- fræðingur á fjarlægri plánetu hefur gert með atóm? — Til- raunin hefur kannski tekizt öll- um vonum framar og plánetan hefur sprungið í loft upp! Já, hver veit?“ hugsaði hann. "Það er athyglisvert, að slíkar hugsanir skyldu vakna þegar árið 1918, þegar hin nýja heimsmynd og hin víðu sjónar- mið, sem hún hefur vakið, voru enn í deiglunni. Þá voru enn ó- fengin svör við ýmsum megin- spurningum varðandi alheim- inn: Hversvegna lýsir sólin? Hvaðan kemur sú óhemjuorka, sem geislar frá hinum mikla aragrúa sólna í geimnum? Ár- milljörðum saman geisla þær orku sinni út í kaldan geiminn; hver er þessi óþrjótandi orku- lind? Þessum spurningum getum við nú svarað, svo er Einstein fyrir að þakka. Hann setti fram hina afdrifaríku kenningu, að efni og orka séu jafngild: að massi og orka séu tvö form sama fyrirbrigðis. En hann lét sér ekki nægja að setja þetta fram í óljósum orðum. Hann bjó til stærðfræðilega jöfnu. Þessi nafnkunna jafna Ein- steins er aðdáunarlega einföld: E = m X c2. Þessi líking gefur til kynna mælanlegt samband milli til- tekins efnismagns m, mælt í grömmum og orkumagns E mælt í einingunum erg. Veldis- talan c2 er hraði ljóssins 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.