Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 24
Ohátiðlegt rabb nm efmsheiminn,
til þess falliö að auka skiln-
Ing okkar á atómöldinnl.
Smátt og stórt í hinni nýju heimsmynd
Grein úr „Vor Viden“,
eftir John Tandberg, prófessor.
‘C'ITT júníkvöld árið 1918 var
veizla haldin hjá embætt-
ismanni í Indlandi. Einn gest-
anna dró sig út úr glaumnum
og fór út á svalirnar til að kæla
sig. Bjartur stjörnuhiminninn
hvelfdist yfir höfði hans og
hann tók eftir að ný stjarna
ljómaði í Arnarmerkinu.
Þessi stjarna hlaut síðar
nafnið Nova Aquilae, og það
voru fleiri en þessi ungi maður
sem komu auga á hana þetta
kvöld. En hið athyglisverða við
hinn ungá Englending voru
hugrenningarnar, sem hjá hon-
um vöknuðu við þessa sýn.
Hann hugsaði eitthvað á þessa
leið: „Hvað hefur gerizt úti í
geimnum? Er þetta ef til vill
sýnilegur árangur af djörfum
og velheppnuðum tilraunum,
sem einhver duglegur eðlis-
fræðingur á fjarlægri plánetu
hefur gert með atóm? — Til-
raunin hefur kannski tekizt öll-
um vonum framar og plánetan
hefur sprungið í loft upp! Já,
hver veit?“ hugsaði hann.
"Það er athyglisvert, að slíkar
hugsanir skyldu vakna þegar
árið 1918, þegar hin nýja
heimsmynd og hin víðu sjónar-
mið, sem hún hefur vakið, voru
enn í deiglunni. Þá voru enn ó-
fengin svör við ýmsum megin-
spurningum varðandi alheim-
inn: Hversvegna lýsir sólin?
Hvaðan kemur sú óhemjuorka,
sem geislar frá hinum mikla
aragrúa sólna í geimnum? Ár-
milljörðum saman geisla þær
orku sinni út í kaldan geiminn;
hver er þessi óþrjótandi orku-
lind?
Þessum spurningum getum
við nú svarað, svo er Einstein
fyrir að þakka. Hann setti fram
hina afdrifaríku kenningu, að
efni og orka séu jafngild: að
massi og orka séu tvö form
sama fyrirbrigðis. En hann lét
sér ekki nægja að setja þetta
fram í óljósum orðum. Hann
bjó til stærðfræðilega jöfnu.
Þessi nafnkunna jafna Ein-
steins er aðdáunarlega einföld:
E = m X c2.
Þessi líking gefur til kynna
mælanlegt samband milli til-
tekins efnismagns m, mælt í
grömmum og orkumagns E
mælt í einingunum erg. Veldis-
talan c2 er hraði ljóssins
22