Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 39
UPPGÖTVANIR GERÐAR AF SLYSNI
Urval
til stál í stórum stíl með tiltölu-
lega litlum tilkostnaði.
Læknisfræðin hefur einnig
notið góðs af ýmsum uppgötv-
unum, sem gerðar voru af til-
viljun. Dag nokkurn árið 1819
var dr. René Laennac í París á
leið til að vitja sjúklings, sem
þjáðist af hjartasjúkdómi. Á
leiðinni var hann að hugsa um
það hve erfitt væri að greina
sjúkdóma af þessu tagi. Hljóð-
ið sem myndast við að blóðið
rennur um hjartalokumar gef-
ur til kynna hvort starfsemi
hjartans er eðlileg eða ekki. En
gallinn var sá, að mjög erfitt
var að greina þetta hljóð, þótt
maður legði eyrað að brjóstinu.
1 sömu andrá varð honum litið
á nokkra drengi, sem voru að
leika sér að löngum planka.
Nagli hafði verið rekinn í ann-
an enda plankans, og einn
drengjanna var að klóra í nagl-
ann á meðan annar lagði eyrað
á hinn enda plankans til þess að
hlusta á hljóðið frá klórinu,
sem barst eftir plankanum.
Allt í einu datt dr. Laennac
snjallræði í hug. og hann ákvað
strax að reyna það þegar hann
skoðaði sjúklinginn. Hann vafði
pappírsörk í þétta rúllu, setti
annan enda hennar á brjóst
sjúklingsins, en hinn við eyrað
á sér, og uppgötvaði þá, að hann
heyrði hjartahljóðin margfalt
greinilegar heldur en með því
að leggja evrað að brjóstinu.
Þessari tilviljun eiga læknamir
að þakka hlustunarpípuna, sem
hefur verið þeim dyggur föru-
nautur síðan.
Seint um kvöld hinn 8. nóv-
ember 1895 var Wilhelm Konrad
von Röntgen að gera tilraunir
með svonefndan Crookes lampa.
Þessi lampi er lofttóm glerpípa
með viðlægu og frádrægu raf-
skauti í hvorum enda. Þegar há-
spennustraumi er hleypt í gegn-
um hann, myndast gult glór
(phosphorescence) við bak-
skautið (hið frádræga). Aðrir
vísindamenn höfðu gert tilraun-
ir með bakskautsgeisla, en
Röntgen gekk feti lengra, knú-
inn áfram af óseðjandi löngun
til að vita allt um alla skapaða
hluti. Hann sett lampann niður
í svarta pappaöskju og lokaði
öskjurmi. Af rælni hleypti hann
svo straum á lampann.
Ekki var hægt að sjá bak-
skautsgeislana gegnum öskjuna,
en af einskærri tilviljun var í
öskjunni spjald vætt í barium-
platino-cyanid. Nú brá svo und-
arlega við, að spjaldið varð lýs-
andi og sýnilegt gegnum öskj-
una. Röntgen vissi, að bak-
skautsgeislarnir gátu ekki kom-
izt í gegnum öskjuna, og álykt-
aði því, að einhverjir ósýnilegir
geislar væru hér að verki. Hann
uppgötvaði brátt, að það var
barium-platino-cyanid upplausn-
in sem olli glórinu, og bar með
hafði Röntgen fundið nýja
geisla, sem síðar voru kenndir
við hann og hafa orðið ómetan-
legt hjálpartæki í læknisfræð-
inni.