Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 83
ÁRIÐ 2000 — OG 2057
henni, því að hún tryggir öllum
þjóðum jarðarinnar hæfilega
neyzlu, öllum þeim, sem hungr-
ið þjáir enn þann dag í dag.
Gervimatur.
D. Tcherbakov, meðlimur Vís-
inda-akademíu Ráðstjórnarríkj-
anna:
Ég er sannfærður um að árið
2000 verður búið að leysa úr erf-
iðleikunum við myndun gervi-
eggjahvítu í iðjuverum.
Þess vegna er líklegt, að fram-
reiddir verði gerviréttir, litlir
um sig, sem ofbjóða ekki þörm-
unum með ómeltanlegum efnum.
Þeim verður gefið ljúffengt
bragð á vísindalegan hátt.
Við þetta dregst akurlendið
hæfilega saman, og það ýtir
undir að iðnaður í stað búskap-
ar verði helzta viðfangsefni
manna.
Ilm- og bragðbættur
gervimatur.
L. Netchaiev, rithöfundur
(Ráðstjómarríkin).
Nítjánda öldin kom fram með
litarefnafræðina, en seinni helm-
ingur þeirrar tuttugustu mun
geta af sér nýja grein lífrænnar
efnafræði: efnafræði ilms og
smekks. Efnafræðingamir munu
einangra hina ýmsu þætti hvers
einasta ilms, sem glatt hefur
nef hungraðra manna frá upp-
hafi vega.
Öll þau efni, sem hafa hýrg-
að matmennina, hversu lítið
sem af þeim var, verða fram-
ÚRVAL
leidd í hreinu ástandi. Ferskur
ilmur plómunnar, hlýr fnykur
piparsins, ljúf angan hunangs-
ins, keimur kálfakjöts og
steiktra kartaflna verða leidd
fram í efnafræðiformúlum og
bætt í hvaða matarrétt sem vera
vill.
Vísindin munu meira að segja
geta búið til þúsundir ilma og
bragða, sem enginn hefur þekkt
til þessa, og enginn kokkur nú
á tímum getur ímyndað sér þá
furðurétti, sem bornir verða
sælkerum tuttugustu og fyrstu
aldarinnar. En engu að síður
verður í þeim öllum sama blanda
vatnsefnis, fitu og gervieggja-
hvítu. Þeir verða framleiddir í
nokkrum stórum verksmiðjum,
sem hver og ein getur séð mörg-
um milljónum manna fyrir mat.
Þær starfa allan sólarhringinn
og þarfnast ekki annars en lofts,
vatns og orku.
Fyrirmyndarbörn .. .
Hermann Muller, prófessor
við háskólann í Indiana, nóbels-
verðlaunahafi í erfðafræði:
Ef heiminum tekst að stýra
hjá hinum fjórum háskaskerj-
um nútímans, það er að segja
stríði, einræði, offjölgun og of-
stæki, þá munu næstu hundrað
ár hafa í för með sér stórkostr
lega umbyltingu á lífemi okkar.
Ein hin veigamesta mun orsak-
ast af uppgötvtmum sem gera
okkur fært að nota heilann bet-
ur.
Okkur tekst sjálfsagt að hafa