Úrval - 01.02.1958, Qupperneq 85
ÁRIÐ 2000 - OG 2057
að þær berist til sem flestra af-
komenda.
Á sviði erfðafræðinnar stefn-
um við að því sem gerir mann-
legt eðli göfugra, samræmdara,
hamingjusamlegra, fegurra, til
þess að tryggja friðnum, frels-
inu og skynseminni fullan sigur.
Erfðaræktun framtíðarinnar.
D. Kerchner, líffræðingur
(Ráðstjórnarríkin) :
Starfi erfðaræktandans verð-
ur jafnað við starf listamanns,
sem býr til tiglamyndir (mósa-
ik). Eins og listamaðurinn hef-
ur undir höndum ákveðið safn
litaðra steina, þannig getur
erfðaræktandinn samsett á
margvíslega vegu ákveðna heild
erfðaeiginleika. Að vísu spretta
fram öðru hvoru nýir eiginleik-
ar í krafti þess, sem nefnist
„stökkbreyting". Það hefur
jafnvel upplýstst að flestar
þessar stökkbreytingar verða til
fyrir áhrif geimgeisla og geisla-
verkunar jarðar á kynfrumur
dýra og plantna. Okkur hefur
þegar lærzt að framkalla stökk-
breytingar í rannsóknarstofum
með geislaverkunum og vissum
efnum, en sá lærdómur hefur
ekki raunverulega gert erfða-
ræktandanum hægra um vik.
Langsamlega flestar stökkbreit-
ingar — eðlilegar eða tilbúnar
— eru í raun og veru skaðvænar
lífverunum.
En þegar okkur hefur lærzt
að beina stökkbreytingunum
inn á réttar brautir, en það er
tíRVAL
hugsanlegt eftir hálfa öld, þá
opnast erfðaræktendunum stór-
kostleg útsýn.
Gjömýting heilans.
Dr. John Weir, prófessor í
eðlisfræði við tækniskólann í
Kalifomíu:
Enn i dag getum við naumast
séð fyrir þær leiðir, sem munu
opnast okkur á næstu öld á sviði
mannlegrar breytni. Rannsókn á
efnabreytingum í líffærunum
mun veita okkur nákvæma vitn-
eskju um taugakerfið.
Við munum því geta eflt á-
hrifamátt taugafrumanna, upp-
rætt sjúkdóma þeirra, haft hem-
il á geðshræringum, þrám og
hugsun mannsins, eins og við
gerum nú þegar á úreltan hátt
með róandi lyfjum.
Andleg afköst heilans verður
hægt að auka að mun. Enda þótt
heilafrumurnar séu mjög marg-
ar, er sennilegt að nokkur tak-
mörk séu fyrir því magni stað-
reynda og minnisatriða, sem
heilinn getur innbyrt. Þessi tak-
mörk eru illsjáanleg nú á dög-
um, en svo virðist sem hæfileik-
inn til að leysa vandamál sé
tengdur þenslugetu taugavefs-
ins. Því er eðlilegt að ímynda
sér að við getum aukið þessa
þenslugetu og haldið henni stöð-
ugri um langt tímabil.
Kennsluaðferðir mtrnu taka
róttækum breytingum. Þær
munu styðjast miklu minna við
talað mál og höfða meir til ann-
arra skilningarvita. Ef til vill
83