Úrval - 01.02.1958, Síða 93
I LEYNDUM HJARTANS
ÚRVAL
Hann var gagnkunnugur kenn-
ingum þeirra Freuds og Jungs.
Þær fullnægðu honum ekki;
undirniðri fannst honum fræði
þeirra vera innantómt orða-
gjálfur, en samt sem áður var
árangur af þessum kenningum
ótvíræður, hvernig svo sem á
því stóð. Hann hafði kynnzt
mörgum hliðum mannlegs eðlis
þau fimmtán ár, sem sjúklingar
höfðu leitað til hans í dimma
bakherbergið í Wimpolestræti.
Hann var fyrir löngu hættur að
furða sig á því, sem bar fyrir
augu hans og eyru. Honum kom
ekkert lengur á óvart. Hann
vissi nú orðið, að menn voru
lygarar, og honum var kunnugt
um, hve hégómagimd þeirra gat
verið taumlaus; hann vissi um
margt miklu verra í fari þeirra,
en hann vissi líka, að það var
ekki hans hlutverk að dæma. En
hinar hræðilegu játningar, sem
hann heyrði af vömm sjúklinga
sinna, urðu smámsaman þess
valdandi, að andlit hans varð
guggnara, drættimir dýpri og
augun þreytulegri. Hann hló
sjaldan, en stundum las hann
skáldsögur sér til afþreyingar,
og þá kom fyrir að hann brosti.
Gat það verið, að höfundamir
væm þeirrar skoðunar, að fólk-
ið, sem þeir vora að lýsa, væri
svona í raun og vera? Höfðu
þeir enga hugmynd um átökin
og flækjumar í sálarlífi þess,
hvílíkar ógnir og skelfingar á-
sóttu það?
Klukkuna vantaði kortér í
sex. Dr. Audlin hafði fengið
mörg kynleg sjúkdómstilfelli til
meðferðar, en hann mundi ekki
eftir neinu sem komst í sam-
jöfnuð við tilfelli Mountdragos
lávarðar. í fyrsta lagi var það
sjúklingurinn sjálfur. Moimt-
drago lávarður var frægur mað-
ur. Hann hafði verið skipaður
utanríkisráðherra áður en hann
náði fertugsaldri, og nú, þegar
hann hafði gegnt embættmu í
þrjú ár, hafði stefna hans sigr-
að. Það var almennt viðurkennt,
að hann væri slyngasti stjóm-
málamaður íhaldsflokksins, og
einungis sú staðreynd, að faðir
hans var aðalsmaður, kom í veg
fyrir að hann keppti eftir for-
sætisráðherratigninni, því að
við dauða föðurins yrði honum
ekki leyft að sitja í Neðri deild
þingsins. En þó að forsætisráð-
herra Englands megi ekki eiga
sæti í Lávarðadeildinni á þess-
um lýðræðistímum, þá var ekk-
ert því til hindrunar, að Mount-
drago lávarður héldi áfram að
vera utanríkisráðherra í ríkis-
stjómum Ihaldsflokksins um ó-
komin ár og gæti þannig mótað
utanríkisstefnu lands síns.
Mountdrago var búinn mörg-
um góðum kostum. Hann var
gáfaður og dugmikill. Hann
hafði ferðast víða og talaði
mörg útlend tungumál reiprenn-
andi. Hann hafði frá æskuáram
lagt sérstaka stund á að kynna
sér utanríkismál og hafði fylgzt
vel með pólitískum og f járhags-
legum aðstæðum í öðrum lönd-
91