Úrval - 01.02.1958, Blaðsíða 111
I LEYNDUM HJARTANS
ÚRVAL
séuð eini maðurinn, sem getur
hjálpað mér!“
„Þér skuluð ekki vera að
hugsa um það sem þér sögðuð.
Það er hégómi.“
„En það er eitt, sem þér
megið ekki fara fram á að
ég geri — að ég biðji Griffiths
afsökunar.“
„Ég hef hugsað talsvert um
veikindi yðar. Ég geri ekki ráð
fyrir að ég kunni full skil á
þeim, en þáð er skoðun mín, að
engin önnur lækning en sú, sem
ég stakk upp á, komi að gagni.
Að mínum dómi er persóna okk-
ar ekki sköpuð úr einu sjálfi,
heldur mörgum, og það er eitt
þessara sjálfa í yður, sem hefur
risið upp vegna þess, sem þér
gerðuð á hluta Griffiths. Þetta
sjálf hefur tekið á sig mynd
Griffiths í huga yðar og það er
að refsa yður fyrir afbrot yðár.
Ef ég væri prestur, þá mundi ég
segja, að samvizka yðar hefði
tekið sér gervi þessa manns, til
þess að neyða yður til iðrunar
og yfirbótar“.
„Ég hef hreina samvizku. Það
er ekki mín sök, þó að ég eyði-
legði framtíð þessa manns. Ég
tróð hann undir fótum eins og
ég stíg ofan á maðk í garðinum
mínum. Ég sé ekki eftir því“.
Að svo mæltu fór Mount-
drago lávarður út úr lækninga-
stofunni.
TÍZKAN
er á okkar handi
Ávallt bezt og fjöl-
breyttast úrval af prjóna-
vörum.
Skíðapeysur —: hlýjar
og fallegar.
Gjörið svo vel að líta
inn.
Prjónastofan HLÍN H.F.
Skólavörðustíg 18.
Sími 12779.
109