Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Side 31

Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Side 31
S. S. Glæsibæ Guðjón Guðjónsson, verzlunarstjóri hjá S. S. í Glœsibce og tveir ungir viðskiptavmir. Sláturfélag Suðurlands Glæsibæ I haust hafði verzlun Sláturfélags Suðurlands í Glæsibæ starfað þar í fimm ár. Við gengum á fund verzlunarstjórans þar, Guðjóns Guðjónssonar, og tókum hann tali: — Nú ert þú, Guðjón, búinn að vera hér verzlunarstjóri í 5 ár, en hvað ertu búinn að vinna lengi hjá Sláturfélaginu? — — Því er fljótsvarað: þrjátíu og tvö og hálft ár. Ég byrjaði sem lærlingur í afgreiðslunni í matar- deildinni í Hafnarstræti 5, en það var fínasta búðin sem hægt var að komast í læri í á þeim tíma, fín- asta búð bæjarins — ekkert nema höfðingjar. I þau átta ár sem ég var þar réðu þar ríkjum úrvalsmenn, sem veittu manni þá beztu tilsögn sem hægt var að fá. — — Hefur ekki orðið mikil breyt- ing á verzlunum á þeim tíma sem þú ert búinn að vera í búð? — — Jú, það má segja að það hafi orðið bylting á öllum sviðum. Það er ekki hægt að bera saman pökkun, hreinlæti, geymslur og alla vinnuaðstöðu. Aður var t. d. allt kjöt skorið jafnóðum og afgreitt var, en nú er eiginlega allt tilbúið i hendurnar á afgreiðslufólkinu. En á móti þessu kemur aftur að vöruval hefur stóraukizt, og verður æ vandasamara að kaupa inn í verzlun eins og hér, þar sem um er að ræða þvílíkt vöruúrval. — — Þú ert búinn að vinna í lang- an tíma með fjöldamörgum verzlunarmönnum, hjá sama fyrirtækinu. Hefur afstaða þeirra til verzlunarinnar breytzt? — — Já, mér finnst að ungt fólk hafi ekki eins mikinn áhuga á að gera verzlunarstörf að ævistarfi sínu, eins og áður var. Þar af leiðir að meiri hreyfing er á fólki nú en áður. Eg veit ekki af hverju þessi breyting hefur orðið, þar sem verzlunarstarfið er líflegt og já- kvætt. — — Hefur mikil breyting orðið á heimsendingum? — — Það má segja að þegar ég byrjaði var sérstakur maður við útkeyrslu alla daga vikunnar og VERZLUNARTÍÐINDI 159

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.