Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Blaðsíða 32

Verzlunartíðindi - 01.12.1979, Blaðsíða 32
S. S. Glæsibæ Úr kjötdeildinni. geysilegur hluti af viðskiptunum voru reikningsviðskipti. I dag er það þannig að reikningsviðskipti þekkjast ekki. Sama er að segja um símapantanir, þær þekkj- ast ekki heldur. Vörur sem við- skiptavinirnir velja sjálfir í búð- inni eru sendar heim ef óskað er, gegn gjaldi, sem í dag er alltof lágt. — — Nú er þessi verzlun í verzl- unarmiðstöð þar sem fjölmargar ólíkar verzlanir eru saman- komnar. Telur þú það heppilegt fyrirkomulag? — — Alveg tvímælalaust. Verzlan- irnar byggja hverja aðra upp. En stærsti kosturinn við verzlana- miðstöðina hér er sá, að allar búðirnar eru undir sama þaki. Viðskiptavinirnir geta verið inn- an dyra allan tímann sem þeir eru að verzla. — — Hve stór er verzlunin og hvernig er henni skipt í deildir? — Hún er um 1.500 m2 og skipt- ist í nýlenduvörudeild, kjötdeild, tóbaks- og sælgætisdeild, snyrti- vörudeild og ís- og pylsusölu. — — Ég segi nú eins og Páll Heiðar í Morgunpóstinum, þykir þér gaman að standa í þessu daglega verzlunarþrasi? — — Já, það má segja það. Ljósu punktarnir eru langtum fleiri en þeir dökku, sem er kannski vegna þess að fyrirtækið sem á verzlun- ina, er gamalt og gróið og getur boðið það bezta af sinni eigin framleiðslu og er einnig orðið ákaflega vel þekkt hjá heildsölum eftir 72ja ára starfsemi. — — Nú líður að jólum og jólainn- kaupum. Hvað hefur fólk haft sem jólamat, þann tíma sem þú þekkir til? — — Þegar ég byrjaði var það hangikjöt, rjúpur og nýtt svina- kjöt. Það má segja að jólamatur- inn sé sá sami í dag, að viðbætt- um hamborgarahrygg, kalkún- um, gæsum og öndum. — — Myndir þú, sem verzlunar- stjóri einnar stærstu matvöru- verzlunar landsins, vera hlynnt- ur því að taka til sölu, ef leyft yrði, áfengan bjór og létt og sterk vín. — — Alveg skilyrðislaust. Mér finnst víndeildirnar í þeim verzl- unum sem við höfum heimsótt í ferðum okkar til annarra landa, á vegum Kaupmannasamtakanna, setja sérstaklega skemmtilegan blæ á verzlanirnar. — — Hefur aldrei hvarflað að þér að verða kaupmaður? — — Nei, það hefur aldrei hvarflað að mér. Það er altalað að við höf- 160 VERZLUNARTIÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.