Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 7

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 7
— íslensk skáldverk fyrir börn og unglinga 150 blaðsíður. ísafold. Verð: 1.690 kr. PONNI OG FUGLARNIR Atli Vigfússon Teikningar: Hólmfríður Bjartmarsdóttir Glæsileg bók beint úr nátt- úru íslands. Texti og teikn- ingar gefa þessari bók ein- staklega fallega umgjörð. Bókin er öll myndskreytt í lit- um. Ævintýrin gerast í æð- arvarpinu og Ponni fylgist með frá degi til dags. 48 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 1.290 kr. PUNTRÓFUR OG POTTORMAR Helga Möller Puntrófur og pottormar eru þrátt fyrir allt ósköp venju- legir krakkar sem gætu átt heima við götuna þína. Lísa og vinir hennar búa við Fjörugötu. Ýmislegt skemmtilegt drífur á daga krakkanna og ekki vantar í- myndunaraflið. Það gerist margt á einu sumri, hvort sem það er í sumarbústaða- ferð eða í fjöruleikjum. Það er líka hægt að trúlofast þótt maður sé ungur og ef ekki er farið varlega geta sumir leikir endað á slysadeildinni. Þetta er fyrsta bók Helgu Möller. Bráðskemmtileg saga um uppátektarsama krakka, sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna, en samt er allt í góðu, eins og þau segja gjarnan. 106 blaðsíður. Fróði hf. Verð: 1.190 kr. ROItCRT SCIIMIDT SÁLIN HANS JÓNS MÍNS SAGAN AF GÝPU Gylfi Gíslason myndskreytti Hér fá börnin tækifæri til að kynnast íslenskum þjóðsög- um í myndskreyttum útgáf- um. Alkunn er sagan um kerlinguna sem fór til himna með sál bónda síns, og ekki er síðri sagan af Gýpu bóndadóttur sem át allt sem á vegi hennar varð. Myndir Gylfa Gíslasonar leiftra af kímni og frásagnargleði. Samtímis í íslenskri og enskri útgáfu. 24 blaðsíður hvor bók. Forlagið. Verð: 980 kr. hvor bók. REBBI FJALLAREFUR Helgi Jónsson Myndir: Robert Schmidt Þessi bók verður ein af bókaperlunum á íslenskum bókamarkaði í ár. Sagan er óður til íslenskrar náttúru og hefur flest til að bera sem íslenskar skáldsögur fyrir börn, unglinga og fullorðna þurfa að innihalda. Þessi bráðskemmtilega saga sem gerist í villtri nátt- úru íslands er sögð frá sjón- arhóli refsins sem hefur þraukað, oft við erfiðar að- stæður, í misjöfnu veðurfari og þolað fjandskap manns- ins. Einstök bók fyrir alla fjöl- skylduna. 180 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 1.790 kr. SKOÐUM LANDIÐ Björn Hróarsson Bók með fallegum Ijósmynd- um og skemmtilegum texta sem skýrir helstu fyrirbrigði sem verða á vegi manna á ferðalagi úti í íslenskri nátt- úru. Þessi bók vekur áhuga barna á að kynnast landi sínu og nánasta umhverfi. Hún er prentuð á þykkan pappír og auk fjölda mynda er í henni gott íslandskort. 48 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 1.190 kr. lilllSTJÁ.V .IÓ\SSO\ SMYGLAUA HKUIRVM SMYGLARAHELLIRINN Kristján Jónsson Hér segir frá ævintýrum Jóa Jóns, Pésa vinar hans, Kiddý Mundu skátaforingja og vinkvenna hennar í Tígrisflokknum. Pési verður fyrir fólskulegri árás og eru Runólfur og félagar hans úr þjófafélaginu grunaðir. 109 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 990 kr. SÓL SKÍN Á KRAKKA Sigrún Eldjárn Þegar Sunna og Pétur fá að fara með mömmu og pabba til Eþíópíu í Afríku komast þau að því að allt er öðru vísi en heima á íslandi. Bókin er gerð að frumkvæði Rauða 7

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.