Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Side 10

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Side 10
Þýdd skáldverk fyrir börn og unglinga BÓK BARNANNA UM DÝRIN Angela Sayer Rixon Þýöing: Gissur Ó. Erlingsson Eins og nafnið bendir tii segir hér frá dýrum víðsveg- ar í heiminum, bæði gælu- dýrum sem börnin þekkja og framandi skepnum í fjarlæg- um löndum. Efni sem vekur fögnuð hverju barni sem á- huga hefur á dýrum. 72 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 1.450 kr. BANGSÍMON OG JÓLIN Bruce Talkington Teikningar: Alvin White Studio Þýðing: Sigrún Árnadóttir Bangsímon og jólin er falleg og hrífandi saga af þessum viðkunnanlega bangsa og vinum hans. Bangsímon heldur að hann sé búinn að öllu fyrir jólin þegar hann uppgötvar á síðustu stundu að hann hefur gleymt gjöf- um handa vinum sínum! Hvað getur vesalings Bangsímon gert? Bókin er prýdd fjölda litmynda og er tilvalin fyrir yngstu lesend- urna. Sannkölluð jólabók! Vaka-Helgafell. Verð: 980 kr. BÓK BARNANNA UM FJÖLSKYLDUR DÝRANNA Angela Sayer Rixon Þýðing: Gissur Ó. Erlingsson Þessi bók er sjálfstætt fram- hald bókarinnar Bók barn- anna um dýrin. Nú er sagt frá fjölskyldum dýranna, hvernig þau ala upp af- kvæmi sín í hörðum heimi. Bókin er fagurlega mynd- skreytt. 72 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 1.450 kr. bOk BARXA.NNA ' UM 1 •JÖLSK iUDUI i)V KAN.NA BÓKIN UM SIMPANSANA Jane Goodall Þýðing: Guðni Kolbeinsson Afar falleg og fróðleg bók fyrir unga lesendur - um simpansa í Gombe-þjóð- garðinum í Tansaníu. Hún hlaut alþjóðleg barnabóka- verðlaun 1989 og hefur ver- ið gefin út víða um heim. Hún er í flokki bóka um fjöl- skyldur dýra en í þeim er einkum lýst nánu sambandi móður og afkvæmis. - Kon- rad Lorenz Nóbelsverð- launahafi í læknis- og lífeðl- isfræði hefur gefið henni sín bestu meðmæli. Á næsta ári er væntanleg í íslenskri útgáfu bók í þess- um flokki um „villta” íslenska hestinn ... 68 blaðsíður. Æskan. Verð: 1.290 kr. BÚDDI BANGSABARN Grégorei Solotareff Þýðing: Ingunn Thorarensen Myndskreyttar barnasögur eftir franska málarann Solot- areff, sem hafa farið sigurför um álfuna að undanförnu. Búddi er svo einstaklega kyndugur og tilsvörin hans svo kátleg að allir krakkar fara að skellihlæja. Út eru komnar fjórar litskrúðugar bækur: Búddi Bangsabarn í skóla, Búddi Bangsabarn - við skulum róa, Búddi Bangsabarn - ótialegt kjánaprik og Búddi Bangsa- barn máiar allan heiminn. 24 blaðsíður hver bók. Fjölvi-Vasa. Verð: 490 kr. hver bók. Eric Hill DEPILL FER Á GRÍMUBALL Eric Hill Þýðing: Geir S. Björnsson Bækurnar um Depil eiga þúsundir aðdáenda hér á landi. Teikningar og texti hitta beint í mark. Yngstu lesendurnir fagna hverju 10

x

Íslensk bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.