Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 11

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 11
Þýdd skáldverk fyrir börn og unglinga nýju ævintýri um litla hvolp- inn Depil. 24 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 880 kr. DÚFA-LÍSA Sören Olsson og Anders Jacobsson Þýðing: Jón Daníelsson Dúfa-Lísa er að sumu leyti svolítið klikkuð ... Henni finnst gaman að leika stráka á leiksviðinu. Þegar Dúfa- Lísa var búin að leika í tíu mínútur voru 187 eftir og fleiri og fleiri yfirgáfu sýning- arsvæðið ... Sumir komu aldrei aftur. Dúfa-Lísa er dásamleg prakkarastelpa. 148 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 990 kr. DÝRAVINIR íslenskur texti: Stefán Júlíusson Harðspjaldabók. Lára og Skúli eiga mörg dýr - hundinn Flekk, kanínur, andarunga, gæsir, kisu, kálf, hænur, lömb og svín. Lára og Skúli annast þau af alúð og gefa þeim að éta á hverj- um degi. Litmyndir á hverri síðu og letrið skýrt og læsilegt. Setberg. Verð: 750 kr. ELSA MARÍA OG LITLU PABBARNIR Pija Lindenbaum Þýðing: Jón Daníelsson Hvernig mundi ykkur þykja að eiga sjö pabba og þeir væru allir langtum minni en þið? Skemmtileg bók um ævintýri sem enginn hefur kynnst fyrr. Hlátur allt í gegn. 48 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 990 kr. ÉG VIL LÍKA FARA í SKÓLA JA, ÞESSI EMIL VÍST ER LOTTA KÁTUR KRAKKI Astrid Lindgren Hér segir frá helstu prakk- arastrikum Emils í Kattholti og fylgja söngvar úr leikrit- inu í þýðingu Böðvars Guð- mundssonar. Björn Berg myndskreytti en Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi sög- urnar. Víst er Lotta kátur krakki er ný bók í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur, en Ég vil líka fara í skóla er endur- útgáfa. 32 blaðsíður hver bók. Mál og menning. Verð: 880 kr. hver bók. FÍLLINN FÚSI GERIST BARNALÆKNIR FÍLLINN FÚSI í LEIKSKÓLANUM FÍLLINN FÚSI í SLÖKKVILIÐINU íslenskur texti: Þrándur Thoroddsen Harðspjaldabækur handa yngstu lesendunum með fal- legum litmyndum og skýrum texta. Setberg. Verð: 390 kr. hver bók. FRANKOG JÓI LEYNDARMÁL GÖMLU MYLLUNNAR Franklin W. Dixon Þýðing: Gísli Ásmundsson Þetta er þriðja bókin um þá bræður Frank og Jóa. Þess- ar bækur eru spennubækur fyrir börn og unglinga. Þeir lenda í ótrúlegustu ævintýr- um. Miiljónir lesenda um all- an heim heillast af þessum bókum. 129 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 990 kr. Lykke Nielsen Fríða framhleypna kjánast FRÍÐA FRAMHLEYPNA KJÁNAST Lykke Nielsen Þýðing: Jón Daníelsson Bækurnar um Fríðu fram- hleypnu hafa rækilega sleg- ið í gegn á íslandi. Þetta er sjötta bókin um Fríðu og hún er framhleypnari en nokkru sinni fyrr. Hún fer á klassíska tónleika með fulla fötu af skiptimynt og byggir snjóhús á tveimur hæðum. Uppátækin eru óendanleg og grátbrosleg. 101 blaðsíða. Skjaldborg hf. Verð: 990 kr. 11

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.