Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Qupperneq 17
ÆVINTÝRI MÚMÍNÁLFANNA
H. C. ANUtHSL'N - VkRDLAUNABOK IYHIR 5-12 ÁRA BftRN
Þýdd skáldverk fyrir börn og unglinga
síðu. Fjöldi teikninga er í
bókinni og gerir hana lifandi
og spennandi aflestrar.
108 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
Verð: 990 kr.
wmmmmmmmmmmmmmmmmmm
r ANNE - CATH VESILV
Ou Alexander.
^ EÍLIBOMM BOMM BOMM
ÓLI ALEXANDER
FÍLÍBOMM-BOMM-BOMM
Anne-Cath. Vestly
Öll íslensk börn þekktu
skemmtilegu sögurnar um
Óla Alexander. Nú er komin
ný útgáfa af fyrstu sögunni
um strákinn sem er bara
fjögurra ára en vill fá að
gera svo margt og lendir í
alls konar ævintýrum.
Iðunn.
Verð: 1.298 kr.
PABBI SEGIR SÖGUR
íslenskur texti: Stefán
Júlíusson
Litprentuð bók í stóru broti
með fjölda fallegra ævintýra,
svo sem: Vinir Barða skip-
stjóra, Riddarar, Gráúifurinn,
Þyrsta músin, Dúfan hans
Benna, Bangsi fiugmaður,
Blómatunna og mörg önnur
ævintýri og sögur.
24 blaðsíður.
Setberg.
Verð: 590 kr.
PJAKKARí BESTABÆ
Pjakkar í Bestabæ er nýr
flokkur bóka með Kobba
Kanínu og félögum. Fyrstu
tvær bækurnar eru nú
komnar út. Körfuboltinn ger-
ist daginn sem Kobbi týnir
boltanum sínum og freistar
þess að eignast nýjan. Þá
ríður á að eiga góða vini.
Speglasalurinn segir frá því
þegar vinirnir fara saman í
speglasalinn í Bestabæjar-
garði og lenda þar heldur
betur í ævintýrum!
Vaka-Helgafell.
Verð: 295 kr. hvor bók.
PRINS VALÍANT
Harold R. Foster
Tvö ný bindi koma út í þess-
ari fornu hetjusögu. Það er
13. bindið, Sólgyðjan bjarta
og 14. bindið, Galdrar og
goðmögn. Þar er mjög fjall-
að um siglingu Prins Valí-
ants til Vínlands (eða Amer-
SðlyijÓjdn bjjrtii
íku) og er þar raunar tekið
mið af siglingum Leifs
heppna og fleiri íslendinga
þangað. Aleta er með hon-
um og elur þar son, líkt og í
sögu Þorfinns karlsefnis.
Innfæddir skrælingjar halda
að hún sé gyðja sólarinnar
og tigna hana.
48 blaðsíður hvort bindi.
Fjölvi-Vasa.
Verð: 780 kr. hvort bindi.
SAGAN UM JESU
Karl Sigurbjörnsson
endursagði
í þessari bók, sem er í
bókaflokknum Viltu lesa
með mér? eru sums staðar
myndir í stað orða. Sá sem
les fyrir barnið lætur það
skoða myndirnar og segja
hvað þær tákna. Þegar
kemur að mynd í stað orðs
er stansað og barnið látið
benda á myndina og segja
orðið sem hún táknar.
24 blaðsíður.
Setberg.
Verð: 590 kr.
PÍPUHATTUR
GALDRAKARLSINS
2. útgáfa
Tove Jansson
Þýðing: Steinunn S. Briem
Hin heimsfræga saga Tove
Jansson um Múmínálfana
er aftur fáanleg á íslensku,
sígildar barnabókmenntir
sem börn á öllum aldri ættu
að eiga. Múmínálfarnir hafa
nú hlotið frægð um víða ver-
öld, ekki síst vegna sjón-
varpsþátta fyrir börn, m.a.
hérlendis.
160 blaðsíður.
Örn og Örlygur.
Verð: 1.180 kr.
t
Pabbi veit hvað *
hann syngnr
SKJALDBORG /•*) ,
PABBI VEIT HVAÐ HANN
SYNGUR
H.C. Andersen
Þýðing: Guðrún
Þórarinsdóttir
H.C. Andersen segir í upp-
hafi bókarinnar þegar hann
talar til sinna ungu lesenda:
„Nú ætla ég að segja þér
sögu sem ég heyrði þegar
ég var lítill, en alltaf þegar
ég hugsa um hana finnst
mér hún verða fallegri og
fallegri...” Þetta er ný útgáfa
af einni af perlunum úr
heimsfrægu safni þessa vin*
sæla höfundar.
36 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
Verð: 990 kr.
17