Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Side 22

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Side 22
íslensk skáldverk Skáldsaga eftir ungan og upprennandi rithöfund. Aðal- persónan, Benjamín, er lista- maður og bohem, sem á yfir- borðinu tekur fátt alvarlega en er annar innst inni þótt honum sé mikið í mun að leyna því. Náið samband myndast milli hans og drengsins sem segir söguna og má segja að það ráði ör- lögum þessa listamanns. Sögusviðið er Reykjavík. Glettin saga og þó harmræn. Almenna bókafélagið hf. Verð: 2.495 kr. BARN NÁTTÚRUNNAR Halldór Laxness Barn náttúrunnar er fyrsta bók Halldórs Laxness. Hann var aðeins sautján ára þeg- ar bókin kom út árið 1919 og hafði skrifað hana með menntaskólanámi sínu. Sjaldan hefur bernskuverk rithöfundar á íslandi borið með sér jafn mikla eftir- væntingu og fögur fyrirheit og Barn náttúrunnar. Endur- útgáfa. 204 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 2.890 kr. BENJAMÍN Einar Örn Gunnarsson BLAAUGUOG BIKSVÖRT HEMPA BLÁ AUGU OG BIKSVÖRT HEMPA Tryggvi Emilsson Örlagasaga einstaklinga og þjóðar þar sem raunsannir atburðir og þjóðsagna- kenndir renna saman í eina listræna heild. Sagan af prestinum sem missir hemp- una vegna stúlkunnar með bláu augun er heillandi og grípandi. Innsæi í mannlegar tilfinningar, breyskleika og styrk, skín af frásögninni. Bókin er endurútgefin í tilefni níræðisafmælis höfundar. 238 blaðsíður. Stofn. Dreifing: íslensk bókadreifing hf. Verð: 2.480 kr. BREKKUKOTSANNÁLL Halldór Laxness Brekkukotsannáll er í hópi ástsælustu skáldverka Hall- dórs Laxness. Sagan er auðskilin og falleg en býr jafnframt yfir miklum vís- dómi. í henni er fólgin at- hugun á sambandi skálds og þjóðar og leitað er svara við sígildum spurningum um sanna list og sanna menn. Sígild saga í nýrri útgáfu. 316 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 2.890 kr. BRENNU-NJÁLS SAGA EINAR Ól- SVEINSSON HIÐ fSLENZKA FORNRITAFÉLAG REYKJAVlK - MCMUV BRENNU-NJÁLS SAGA Einar Ólafur Sveinsson gaf út Njáls saga er mest allra (s- lendingasagna og fjölbreytt- ust að efni. Helstu viðburðir hennar eru víg Gunnars á Hlíðarenda og Njálsbrenna. Sagan gerist á íslandi, í Nor- egi og á írlandi 950-1015. 513 blaðsíður. Hið íslenzka fornritafélag. Verð: 3.200 kr. DÆTUR REGNBOGANS Birgitta H. Halldórsdóttir Birgitta er orðin þekkt meðal íslenskra lesenda fyrir spennubækur sínar. í þess- ari bók, þar sem hjátrú og hindurvitni ráða ríkjum, er lesandanum boðið í ferð til fortíðar. Sagan er hlaðin spennu, dulúð og rómantík. Hún lýsir á berorðan hátt margháttuðum tilfinningum sögupersónanna og heldur lesandanum föngnum. 330 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 1.990 kr. OPIÐ ÖLL KVÖLD til jóla ÍSAFOLD Austurstræti 10 22

x

Íslensk bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.