Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 25

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 25
íslensk skáldverk HARÐARSAGA Þórhallur Vilmundarson og Bjarni Vilhjálmsson t gáfu út Formála ritar Þórhallur Vilmundarson Harðar saga, skógarmanna- saga er gerist á síðari hluta 10. aldar m.a. í Hvalfirði. Bárðar saga Snæfellsáss, landvætta- og tröllasaga er gerist á landnámsöld. Þorskfirðinga saga, ýkju- saga er gerist á landnáms- öld. Flóamanna saga, gerist 870-1020 og segir m.a. frá þeim fóstbræðrum Ingólfi Arnarsyni og Hjörleifi. 756 blaðsíður. Hið íslenzka fornritafélag. Verð: 4.900 kr. HEIMSKRA MANNA RÁÐ Einar Kárason Hér skapar Einar Kárason nýjan sagnaheim, þar sem Sigfús Killian bílapartakóng- ur á Lækjarbakka, Solveig kona hans og afkomendur ýmsir eru í aðalhlutverkum. Skáldsaga þar sem allir kostir sagnamannsins njóta sín til fullnustu; óborganleg- ar mannlýsingar, leiftrandi frásögn og einstakt næmi fyrir því grátbroslega í mannlífinu. 230 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2.680 kr. mmmmmmmmmammmmmmmmm HEIMSKRINGLA l-lll Snorri Sturluson Bjarni Aðalbjarnarson gaf út Heimskringla, í þrem bind- SNORRI STL'RLUSON HEIMSKRINGLA i. IIJARNI ADALBJARNARSON 1111) tSI.KN7.KA FORNRITAHtl.AG um, er eftir Snorra Sturlu- son. Þar er sögð saga Nor- egskonunga frá elstu tímum til 1177. Ritið hefst á Yng- linga sögu, þar sem segir frá konungum Svía, forfeðr- um Hálfdanar svarta Nor- egskonungs, föður Haralds hárfagra, en því lýkur á Magnúss sögu Erlings- sonar. Lengsta sagan er Ólafs saga helga. Samtals 1.355 blaðsíður. Hið íslenzka fornritafélag. Verð: 3.200 kr. hvert bindi. HEIMSLJÓS I “i HEIMSLJÓS l-ll Halldór Laxness Heimsijós er eitt öndvegis- rita heimsbókmenntanna á þessari öld og ein ást- sælasta skáldsaga íslensku þjóðarinnar. Sagan fjallar um líf Ólafs Kárasonar Ljós- víkings, íslensks skálds, stórþrotið lífshlaup þess manns sem er einna smæstur meðbræðra sinna. Fegurð og þjáning þessa lífs hefjast upp í goðsögulegar stærðir þó sögusviðið sé lít- ið sjávarþorp. Heimsijós kemur nú í nýrri útgáfu í tveimur bindum. Samtals 500 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 2.980 kr. hvort bindi. “Nóbelsslcáldiö-— HALLDÓR ' LAXNESS VaLjllclpalcll INNANSVEITARKRONIKA Halldór Laxness innansveitarkronika er listi- leg frásögn af kirkjustrfði í Mosfellssveit og styður þá hugmynd að lífið sjálft geti verið frásagnan/erðara, skáldlegra og skemmtilegra en nokkur tilbúningur. Hún er þjóðleg menningarsaga, skrifuð í stíl íslenskra fróð- leiksmanna á fyrri öldum en auðsætt er handbragð lista- mannsins. Hvert orð er dýrt, hver hugsun öguð, atvik öll og atburðir án orðalenginga. Milli línanna seitlar niður aldanna en leiftrandi gam- ansemi glitrar á hverri síðu. Innansveitarkronika er nú gefin út að nýju. 182 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 2.560 kr. JÓNí BRAUÐHÚSUM Halldór Laxness í tilefni af níræðisafmæli Hall- dórs Laxness hefur Vaka- Helgafell gefið út söguna Jón í Brauðhúsum í viðhafnarút- gáfu en hún er ein kunnasta smásaga skáldsins. Bókin er í stóru broti með myndum eftir Snorra Svein Friðriksson listmálara. í sögunni má lesa jafn mikið milli línanna og í textanum sjálfum og mynd- irnar í bókinni gefa henni við- 'TíolíÁór L\ix)\ess Jón í (Srmö^úsum bótarvídd. Gjafabók í hæsta gæðaflokki. Vaka-Helgafell. Verð: 3.295 kr. JÚLÍA Þórunn Valdimarsdóttir Fljúgandi í óbyggðum finn ég lík Júlíu. Hvað varð henni að aldurtila? Mögnuð spennusaga um ástir og ör- lög sem líka má lesa sem táknrænt framtíðarskáld- verk. Sagan ólgar af yndis- legri erótfk, brugðið er upp heillandi sýnum og svikulum tálmyndum sem skírskota til fortíðar og framtíðar. Ný- stárleg skáldsaga þessa vinsæla höfundar. 203 blaðsíður. Forlagið. Verð: 2.880 kr. KONAN SEM STORKAÐI ÖRLÖGUNUM Tryggvi Emilsson Ógleymanleg saga um við- burðaríka ævi íslenskrar konu, allt í senn: Ótrúleg og 25

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.