Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 43

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 43
Ljóð lesanda er ætlað að ráða í. 61 blaðsíða. Forlagið. Verð: Verð: 1.780 kr. GIMSTEINAR Ljóð 16 skálda Ólafur Haukur Árnason valdi Ijóðin Hér eru saman komin á bók nokkur Ijóð höfunda sem gáfu út fyrstu bók sína á því tímabili er ísland var sjálf- stætt konungsríki, 1918- 1944. Mörg Ijóðin spegla vel viðhorf og tíðaranda áranna milli heimsstyrjalda og tíma seinna stríðsins. Bjarni Jónsson listmálari teiknaði kápu og titilsíður. 223 blaðsíður. Hörpuútgáfan. Verð: 1.980 kr. HIÐ EILÍFA ÞROSKAR DJÚPIN SÍN Úrval spænskra Ijóða 1900-1992 Þýðing: Guðbergur Bergsson Hið eilífa þroskar djúpin l RVU SP-tSSKRA LIÓOA IWO-IWt I PVOISCU cuostitcs atncssosA8 Það er mikill menningarvið- burður þegar safn spænskra nútímaljóða kemur loks fyrir sjónir íslenskra Ijóðaunn- enda í þýðingu þess manns sem unnið hefur mest allra að því að kynna spænskar bókmenntir hér á landi. Um 170 Ijóð eftir 52 Ijóðskáld eru í safninu. Þýðandinn rit- ar formála og gerir vandlega grein fyrir sögu spænskrar nútímaljóðlistar. 190 blaðsíður. Forlagið. Verð: 1.980 kr. &(lymreA //fj/iti/i/t > ). í/(a/t/u‘S,so/t HLYMREK Jóhann S. Hannesson Jóhann S. Hannesson var eitt mesta limruskáld þjóðar- innar meðan hans naut við. Þessi bók geymir limrurnar úr bókinni Hlymrek á sex- tugu, sem hefur verið ófáan- leg um árabil, og áður óbirt- ar limrur sem skáldið lét eftir sig. Kristján Karlsson bjó kveðskapinn til prentunar. 60 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 1.690 kr. HREINT OG BEINT Ljóð og Ijóðlíki Þorgeir Ibsen Nýr Ijóðahöfundur ýtir hér úr vör - þótt seint sé - með Ijóðabók sem hann kallar Hreint og beint. Þar eru farnar troðnar slóðir í hefð- bundnum stíl, en nýstárleg- um þó um sumt. Höfundur á það til að víkja af alfaraleið í Ijóðum sínum, einkum í þeim Ijóðum sem hann nefnir Ijóðlíki en ekki Ijóð - með því fororði að Ijóðlíki geti ekki kallast Ijóð fremur r i Gefið bœkur á góðu verði FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA L________________________________________ en smjörlíki smjör. - En Ijóð- líki hans eru samt allrar at- hygli verð og virðast standa vel fyrir sínu. Þar ber kvæð- ið Minning greinilega hæst - Ijóðlíki eins og höfundur nefnir það - um Stein Stein- arr, um atvik úr lífi hans sem er á fárra vitorði, atvik sem aldrei hefur verið lýst áður eða frásögn um það á þrykk komist. Þar er ekki verið að skafa utan af hlutunum, allt skilmerkilega fram sett á hreinu, tæru og fögru máli, - í sannleika sagt: Hreint og beint. 96 blaðsíður. Skuggsjá. Verð: 2.190 kr. KLAKABÖRNIN Linda Vilhjálmsdóttir Linda Vilhjálmsdóttir er eitt besta skáld sinnar kynslóð- ar og vakti athygli Ijóðaunn- enda fyrir tveimur árum með bók sinni, Bláþráður. Skáld- skapur hennar er tilfinninga- ríkur, háðskur og tregafullur í senn og formskyn hennar er einstakt. 48 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 1.690 kr. KLUKKAN í TURNINUM Vilborg Dagbjartsdóttir Innileiki og skörp íhygli ein- kenna Ijóð Vilborgar. Einföld að formi við fyrstu sýn, en á- leitin í látleysi sínu. í bókinni er m.a. þýðing á Ijóðabálkin- L 43

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.