Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Side 47

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Side 47
ÍSLENZK FORNRIT Skálholt Skrúði og áhöld Hörður Agústsson Kristján Eldjárn I þessu þriðja bindi um Skálholt, í ritröðinni Staðir og kirkjur, er fjallað um skrúða, áhöld, minningarmörk og bækur. Greint er annars vegar frá þeim hlutanum sem horfinn er og hins vegar frá þeim, sem varðveist hefur. Kristján Eldjárn ritar um varðveittan skrúða og áhöld, en Hörður Ágústsson aðallega um þann hlutann sem glatast hefur, einnig ágrip af skrúða- og áhaldasögu íslenskri. Bókin er 369 blaðsíður í stóru broti, ríkulega myndskreytt og einstæð heimild um Skálholtsstað. k Rannsóknir eru eins vandaðar og kröfuharðasti frceði- maður getur ætlast til. Skipulagið er rökrétt. Texti er skýr og vandaður. Myndefni hreint fráhært. Hönnun bókar og allur ytri frágangur er eins góður og best verður á kosið. Sigurjón Björnsson, Mbl. 21/5 '92. SAGA ÍSLANDS Umfangsmesta og fjölbreyttasta yfirlitsrit sem hingað til hefur komið út um sögu lands og þjóðar og er þar tekið á flestum þáttum þjóðarsögunnar. Rakin er saga stjórnmála og stjórnskipunar, greint frá atvinnuvegum, stéttum, dag- legu lífi manna, samskiptum við aðrar þjóðir, húsakosti lýst, sagt frá bókmenntum og listum. I fyrstu fimm bindunum er sagan sögð frá upphafi lands- byggðar til siðbreytingar. Hvert bindi er kjörin gjöf til vina og vandamanna. I öskju er Saga Islands 1-5 glæsileg tækifœrisgjöf. « = HARÐAR \ SAGA HIÐ (SLENZKA FORNRITÁFÉLAG HARÐAR SAGA, í BÁRÐAR SAGA SNÆFELLSÁSS, ÞORSKFIRÐINGA SAGA, FLÓAMANNA SAGA og níu þættir, er efni þessa mikla rits, 756 bls. Með þessu bindi (XIII) eru allar íslendingasögurnar komnar út í öndvegisútgáfu íslenzkra fornrita á vegum Fornritafélagsins. Þórhallur Vilmundarson ritar ítarlegan formála (228 bls.) fyrir bindinu. Þar er og að finna allmargar myndir, örnefnauppdrætti, ætta- og nafnaskrár. Harðar sögu má engan vanta í safn sitt. ÍSLENZK FORNRIT Útgáfubækur Fornritafélagsins eru vandaðar að frágangi og fræðilegum vinnubrögðum. Með texta fornritanna fylgja rækilegar skýringar og ítarlegur formáli. Er þetta eina safn íslenzkra fornrita, sem þannig er úr garði gert. Við hvert bindi eru vandaðar nafnaskrár, ættartölur og kort. Það er aukin ástæða til þess, að allir bókelskir íslendingar hafi Islenzk fornrit tiltæk í hillum sínum. GLÆÐUM ÁHUGA ÆSKUNNAR Á ÍSLENZKUM FORNBÓKMENNTUM GEFUM SÍGILD ÖNDVEGISRIT Dreifingu annast Hið íslenzka bókmenntafélag. HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG SÍÐUMÚLI21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI91-679060 HIÐ ÍSLENZKA FORNRITAFÉLAG i SÍÐUMÚLI21 • 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI91-679060

x

Íslensk bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.