Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 50

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 50
Bækur almenns efnis CAROLA Joan Grant Þýðing: Steinunn Briem Miðillinn Joan Grant ávann sér heimsfrægð fyrir fyrstu bók sína, Vængjaðan Faraó. Hún skrifaði fjölda bóka fyrir tilstilli fjarskyggni er lýstu fyrri lífum hennar víða á jörðinni. Sagan af Carolu er saga af stúlku er lifði margbreytilegu og ævin- týraríku lífi á Ítalíu sextándu aldar. Sagan segir af með- læti og mótlæti hennar í líf- inu, sárri örbirgð og íburðar- miklu glæsilífi, klausturlífi, ofsóknum og hamingju hennar. 350 blaðsíður. Birtingur - Nýaldarbækur. Verð: 2.490 kr. íDagfrók Samsins Jyrstu árin 'Fcifyiyargtrii 'Ltia SiýardarJoiilr DAGBÓK BARNSINS Texti: Bryndís Bragadóttir Myndir: Erla Sigurðar- dóttir Þegar barn fæðist er nánast hvert atvik minnisvert, hvort sem um er að ræða þroska, líkamlegan eða andlegan, gleði eða sorg, myndir og minningar. Bókin gefur tæki- færi til að skrá niður helstu viðburði í lífi barnsins, allt frá fæðingu til fyrsta skóla- dags. Myndirnar eru úr ís- lensku umhverfi, af börnum og dýrum. Þessa bók er gaman að eiga til að geyma í allar góðar minningar og atriði frá fyrstu æviárunum og ekki síður til að eiga þeg- ar barnið er komið á fullorð- insár. 48 blaðsíður. Hörpuútgáfan. Verð: 1.380 kr. DULRÆNN VERULEIKI Einar Ingvi Magnússon í þessari bók er að finna at- hyglisverðar frásagnir af dulrænni reynslu fólks. Margir segja frá, m.a. Eirík- ur Kristófersson fyrrverandi skipherra, en hann taldi að dulræn reynsla hefði oft komið sér að miklu gagni í sínu gæfuríka starfi sem skipherra. Forvitnileg bók um forvitnilega atburði. 228 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 2.490 kr. DÝRARÍKI ÍSLANDS Brian Pilkington Glæsileg bók sem hefur að geyma frábærlega vandaðar myndir af villtum dýrum í ís- lenskri náttúru, ásamt lýs- DÝRARÍKI ÍSLANDS Undrnheimur íslenskrar nnttúru Brian Pilkington ingum á þeim og lífsháttum þeirra. Iðunn. Verð: 5.980 kr. EM í KNATTSPYRNU Sigmundur Ó. Steinarsson Saga Evrópukeppni lands- liða í knattspyrnu 1958- 1992 eftir Sigmund Ó. Stein- arsson blaðamann. - I bók- inni rekur höfundur merka sögu Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Hann segir frá eftirminnilegum leikjum í keppninni og fræknum knatt- spyrnugörpum sem sett hafa svip sinn á keppnina allt frá því hún hófst árið 1958 til úrslitakeppninnar í sumar þar sem Danir komu, sáu og sigruðu í orðsins fyllstu merkingu. itarlega er fjallað um þátttöku íslendinga í keppninni og bókin hefur einnig að geyma öll úrslit keppninnar að því ógieymdu að 150 af bestu knatt- spyrnumönnum Evrópu koma við sögu. 160 blaðsíður. Fróði hf. Verð: 1.980 kr. ENDURKOMA KRISTS Alice A. Bailey í bókinni eru almennar kenn- ingar um tengsl Buddha og Krists og starfssvið þeirra á okkar tímum. Fjallað er um hnignum og stöðnun kirkj- unnar. Birt er ákall eða bæn sem Kristur notar daglega. í bókinni er gerð nokkuð ítarleg grein fyrir kenning- unni um endurfæðingar í tengslum við lögmál orsakar og afleiðingar. Þar er einnig almennur leiðbeinandi fróð- leikur til undirbúnings þeirra atburða sem eru í vændum fram til ársins 2025. Þessi bók hefur verið þýdd á mjög mörg tungumál og prentuð í hundruðum þúsunda eintaka. Um 240 blaðsíður. Bókaútgáfan Gelslar. Verð: 3.210 kr. ENN HLÆR ÞINGHEIMUR Árni Johnsen og Sigmund Jóhannsson Þetta er ný bók eftir þá fé- laga Árna og Sigmund, gamanmál og skopmyndir. Viðfangsefnið er eins og áður alþingismenn. Spaugi- leg atvik og uppákomur sem tengjast þingheimi eru vett- vangur bókarinnar. - Hún er engri annarri lík - skemmti- efni sem mun gleðja fólk á 50

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.