Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 53

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 53
r--------------------- Bœkur almenns efnis heimilishagi á fyrstu öldum íslandsbyggðar, og eru eitt undirstöðurita íslenskrar réttarsögu. Grágás er ómet- anleg til skilnings á íslenska þjóðveldinu og hinum sí- gildu bókmenntum okkar. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörður Árna- son önnuðust útgáfuna, og er þetta fyrsta íslenska út- gáfa verksins á öldinni. 603 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 7.900 kr. í öskju. GRIKKLANDSGALDUR Sigurður A. Magnússon Sigurður A. Magnússon hélt ungur til Grikklands og varð bergnuminn af landinu, þjóðinni og sögu hennar. Hann lærði grísku reiprenn- andi, bjó í klaustrum og kynntist áhrifamönnum. Síð- an hefur hann gerst leið- sögumaður þúsunda íslend- inga sem heillast af Grikk- landsgaldri hans. Hér horfir Sigurður um öxl og tekur saman það merkilegasta. í menningarferðinni til Grikk- lands var með í förinni Bragi Þ. Jósefsson Ijósmyndari og myndskreytir í litum heillandi lýsingu Sigurðar af Aþenu, Olympíu, Delfí, eynni Krít og Samos og ótal mörgu öðru. 192 blaðsíður. Fjölvi-Vasa. Verð: 3.280 kr. OrTÍil, 'M £:J' y(JÍt IXlúl IIJARNI V UIKOMANN’ 00 OCMJÓN INCil I IKÍKSSON GRÍN ER GOTT MÁL Bjarni V. Bergmann og Guðjón lngi Eiríksson tóku saman Samsafn kátlegra skemmti- sagna og brandara af ýms- um toga. Bráðnauðsynleg bók sem léttir lundina á tím- um bölmóðs jafnt sem gleði- stundum. 112 blaðsíður. Örn og Örlygur. Verð: 1.280 kr. Haiistdrfiifkr Dr. SiftiAjöm.Emarcsoii HAUSTDREIFAR Dr. Sigurbjörn Einarsson í Haustdreifum fjallar dr. Sigurbjörn Einarsson um margvísleg efni sem höfða jafnt til leikra og lærðra. Bókin er skrifuð á meitlaðri og lipurri íslensku. Mörg kjarnaatriði kristinnar trúar eru tekin fyrir og rædd á skilmerkilegan hátt; hvernig trúin tengist lífi sérhvers manns, sögu þjóðarinnar, sögu mannsandans. 261 blaðsíða. Skálholtsútgáfan - útgáfufélag þjóðkirkjunnar. Verð: 2.980 kr. HEILBRIGÐI NJÓTTU Lífsspeki Edgars Cayce Eric A. Mein, M.D. Þýðing: Björgvin M. Óskarsson læknir Bókin Heilbrigði njóttu eftir Eric A. Mein, lækni, er byggð á hinum alkunnu kenningum Edgars Cayce um heilsu manna og er full af upplýsingum til þess að auka vellíðan og koma í veg fyrir veikindi. Dr. Mein vann við að safna efni í bókina þegar hann starfaði við Edg- ar Cayce-stofnunina. Hann skýrir algengar ástæður þess að menn verða veikir og bendir á leiðir Cayces til að ráða bót á ýmsum sjúk- dómum, svo að menn geti notið heilsu og lifað ánægju- legu lífi. 200 blaðsíður. Reykholt. Verð: 2.490 kr. HEIMSMYND SAGNFRÆÐINNAR Gunnar Dal Heimsmynd sagnfræðinnar er fimmta og síðasta bókin í flokki um heimspekileg efni eftir Gunnar Dal. Áður eru komnar út: Hin trúariega heimsmynd, Heimsmynd listamanns, Heimsmynd heimspekinnar og Hin vís- indalega heimsmynd. í bók- um þessum fjallar höfundur um hvernig heimspeki er samofin þeim þáttum sem bera uppi menningu mann- kyns. Höfundi tekst sérstak- lega vel að segja frá flókn- um hlutum á augljósan og einfaldan hátt. 78 blaðsíður. Víkurútgáfan. Verð: 975 kr. BRAGI GUDMUNDBB0N HÉRAÐSSTJÓRN HÉRAÐSSTJÓRN í HÚNAÞINGI Bragi Guðmundsson Sýslunefndarsaga Húna- vatnssýslu allrar til 1907 og 53

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.