Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Qupperneq 55

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Qupperneq 55
 Bcekur almenns efnis þessari fegurstu gjafabók ársins birtist ísland eins og augað nemur það. 152 blaðsíður. Forlagið. Verð: 6.980 kr. ÍSLENSK BÓKMENNTASAGAI Vésteinn Ólason, Sverrir Tómasson og Guðrún Nordal Með þessu bindi er loks haf- in útgáfa á ítarlegri, vand- aðri íslenskri bókmennta- sögu, sem skrifuð er af hæf- ustu fræðimönnum á að- gengilegan hátt, svo hún nýtist öllum sem áhuga hafa á bókmenntum okkar. Fyrsta bindi spannar tfmann frá íslands byggð og að mestu fram undir aldamótin 1300, og er þar geysimikill fróðleikur saman dreginn um rætur bókmennta okkar, íslenskt þjóðfélag og erlend- an lærdóm. Bókin er ríku- lega myndskreytt og frá- gangur allur vandaður. Ann- að bindið kemur út á næsta ári og er áætlað að allt verk- ið komi út á tveimur árum. 600 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 4.900 kr. ÍSLENSKIR AUÐMENN Jónas Sigurgeirsson og Pálmi Jónasson Hvaða íslendingar eiga hreina eign yfir 200 milljónir króna? Hér er þeirri spurn- ingu svarað með ítarlegum upplýsingum um nær 200 nafngreinda íslendinga. Sagt er frá því hverjir hafa skarað fram úr í viðskiptalíf- inu og hvernig auður þeirra hefur safnast upp. Almenna bókafélagið hf. Verð: 2.995 kr. ICELANDIC WATERFALLS ÍSLENSKIR FOSSAR Jón Kr. Gunnarsson Fossarnjr eru gersemar í náttúru íslands og með fjöl- breytileika sínum, krafti og tign glæða þeir landið lífi og fegurð. ( þessari bók, sem einnig er með enskum texta, eru litmyndir af 270 íslensk- um fossum og fjallað er um hvern þeirra, m.a. getið gönguleiða og greint frá þjóðsögum eða sögnum, sem tengjast fossinum. Bók- inni er skipt niður eftir sýsl- um með kortum sem sýna staðsetningu fossanna. Þetta er bæði falleg og fróð- leg bók. 352 blaðsíður. Skuggsjá. Verð: 8.780 kr. ÍSLENSKUR SÖGUATLAS l-lll Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur ísberg Saga íslands frá landnámi til nútíma er hér sett fram á nýjan hátt. Vönduð kort, stuttur og gagnorður texti og fjöldi teikninga og Ijósmynda gera verkið einstætt í sinni röð: Yfirlitsverk, kortabók og uppflettirit í senn. Nú er hægt að fletta í gegnum alla íslandssöguna í Islenskum söguatlasi. Iðunn. Verð: 1. bindi: 9.980 kr. 2. bindi: 12.980 kr. 3. bindi: 12.980 kr. KÓLUMBUSí KJÖLFAR LEIFS lan Wilson Þýðing: Jón Þ. Þór 500 ár eru síðan Kólumbus „fann” Ameríku og hefur saga hans og hlutverk verið tekið til endurskoðunar. Það undarlega er að Kólumbus fór fyrst að hyggja að vest- ursiglingu eftir að hafa/ dvalist í borginni Bristol og e.t.v. komið til íslands. Þar gat hann fengið alla vit- neskju um Vínland og Grænland og þannig er nú Ijóst að hann sigldi einfald- lega í kjölfar Leifs, en upp- götvaði ekkert nýtt. Hér lýsir breskur fræðimaður sigl- ingaborginni Bristol á 15. öld, tengilið milli íslands og Spánar. Fjöldi íslendinga var þá búsettur í Bristol og þaðan voru stundaðar sigl- ingar til íslands, Grænlands, Nýfundnalands og einmitt til Palos á Spáni sem Kól- umbus lagði upp frá. Nýr hluti íslandssögunnar og jafnframt stórskemmtileg bók. 256 blaðsíður. Fjölvi-Vasa. Verð: 2.460 kr. öll kvöld (líka um helgar) í A 1 u S | A R F s O l L Æ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.