Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 56

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 56
Bækur almenns efnis KÓNG VIÐ VILJUM HAFA Örn Helgason í þessari bók er upplýst eitt at mestu feimnismálum ís- lenskrar sögu á þessari öld. Þrír kunnir íslendingar, þeir Jón Leifs, Guðmundur Kamban og Kristján Alberts- son, fóru á fund þýska prins- ins Friedrich Kristjan zu Schaumburg Lippe og ósk- uðu eftir því að hann tæki við konungdómi á íslandi. Prinsinn starfaði í áróðurs- málaráðuneyti Göbbels. Hverjir stóðu að baki þeirra félaga? Af hverju vill utanrík- isráðuneyti íslands ekki leyfa aðgang að skjölum þeim er skýra frá þessum ráðagerð- um? Forvitnileg bók. 148 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 2.490 kr. —— nié«ei- KORALFORSPIL mmm KÓRALFORSPIL haf;sins Dr. Örn Ólafsson Titill þessa ritverks er tekinn úr Dymbilvölku Hannesar Sigfússonar, og á að sýna viðfangsefnið, módernisma í íslenskum bókmenntum frameftir þessari öld. Ritið skiptist í tvo meginhluta, því fyrst er fjallað um Ijóð, síðan um lausamálsrit. Þessi skipting helgast af mismun- andi aðferðum bókmennta- greina, enda þótt sömu skáld komi fyrir í báðum hlutum. 304 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 2.990 kr. KRISTJÁN DAVÍÐSSON KRISTJÁN DAVÍÐSSON Aðalsteinn Ingólfsson Sérlega glæsileg íslensk myndlistarbók um einn okk- ar fremsta málara. Fyrst er texti um listamanninn á ís- lensku og ensku, þá fylgja mjög vandaðar litprentanir af 30 verkum hans, loks æviágrip og skrár. Einstök gjafabók, í sama broti og rit- röðin Meistaraverkin um helstu málara 20. aldar. 66 blaðsíður. Mál og menning og Nýhöfn. Verð: 3.980 kr. LAXAVEISLAN MIKLA Halldór Halldórsson Á hálfum áratug var sóað úr opinberum sjóðum yfir tíu milljörðum króna í laxeld- isævintýrið. Stjórnmála- mennirnir bruðluðu, þjóðin borgar brúsann. Hér er öll LAXAVEISLAM sú saga rakin, upphaf lax- eldis, gullgrafaraæðið sem hljóp á menn og loks hvern- ig pólitíkusarnir reyndu að hlaupast frá öllu og koma tapinu yfir á opinbera sjóði. Hér er um að ræða hneyksl- ismál með spillingu af verstu gráðu. Talin upp öll gjald- þrotin, nokkur þau stærstu voru yfir milljarð króna hvert og áttu sér pólitíska guðfeð- ur. Hér er flett ofan af vafasömu gróðabralli og sjóðasukki manna í æðstu stöðum sem ættu að bera kinnroða fyrir. 240 blaðsíður. Fjölvi-Vasa. Verð: 2.980 kr. LIÐSMENN MOSKVU Samskipti íslenskra sósíalista við kommúnistaríkin Árni Snævarr og Valur Ingimundarson íslenskir kommúnistar áttu náin samskipti við Moskvu og leppríki Ráðstjórnarríkj- anna. Höfundarnir hafa unn- ið að bókinni í tvö ár og byggja hana meðal annars á skjölum frá Austur-Þýska- landi og Sovétríkjunum. Hér koma fram margar upplýs- ingar sem eiga eftir að valda úlfaþyt í íslensku stjórn- málalífi. Almenna bókafélaglð hf. Verð: 2.995 kr. JÓN ORMUR HALLDÓRSSQN Löndin ísuðri STJÓRNMÁL OG SAGA SKIF’TINGAR HEIMSINS LÖNDIN í SUÐRI Stjórnmál og saga skiptingar heimsins Jön Ormur Halldórsson Bókin fjallar um stjórnmál og þróun þeirra í Suðrinu, en það er samheiti þeirra landa sem áður voru nefnd Þriðji heimurinn. Jafnframt eru rædd mál sem snerta mann- kyn allt, svo sem hungrið ( heiminum, mannfjölgunar- vandinn og þróunaraðstoð. Höfundur er stjórnmálafræð- ingur og býr yfir geysimikilli þekkingu á málefnum fjar- lægra heimshluta. 250 blaðsíður. Heimskringla. Háskóla- forlag Máls og menningar. Verð: 2.680 kr. MADONNA- ÁN ÁBYRGÐAR Christopher Andersen Þýðing: Gissur Ó. Erlingsson Bókin segir frá lífshlaupi þessarar þekktu pop-söng- konu og leikkonu. Hún hefur 56

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.