Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 58

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 58
Bœkur almenns efnis tíma, átti hvað mestan þátt í því að sagt var skilið við hugsunarhátt miðalda í heimspeki og vísindum. 204 blaðsíður. Hið íslenzka bókmenntafélag. Verð: Verð: 1.690 kr. ORÐSNILLD KVENNA Málmfríður Sigurðardóttir tók saman Ný bók í röð hinna vinsælu Snilldarbóka. Málmfríður Sigurðardóttir hefur hér safnað saman textabrotum, Ijóðum og hugleiðingum fjöl- margra íslenskra kvenna um ástina, sorgina, dauð- ann, landið, náttúruna, nótt- ina og margt fleira. 200 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 1.980 kr. ÓÐURINN UM EVU Sagnir af gyðjum og konum Manuela Dunn Mascetti Þýðing: Guðrún J. Bachmann Sr. Hanna María Péturs- dóttir ritar formála Hér gefst tækifæri til að kynnast hinum kvenlegu rót- um vestrænnar menningar og skilja inntakið í sögnum um gyðjur og konur - að uppgötva gyðjuna sem býr í hverri konu. Hér birtist kon- an sem skapari og sem tor- tímandi, sem ástkona, móðir og meyja. Fræðandi og heillandi bók með hátt á annað hundrað litmyndum. 240 blaðsíður. Forlagið Verð: 2.880 kr. PASSPORT TO ICELAND Nýstárleg landkynning í svipaðri stærð og broti og vegabréf. Litmyndir eru á svo til hverri síðu, ásamt upplýsingum um land og þjóð í léttum og oft gaman- sömum dúr. Fremst í bókina getur eigandi hennar skrifað nafn sitt og heimilisfang og aftast eru reitir þar sem safna má stimplum frá þeim stöðum sem hann heim- sækir á íslandi. Bókin er gefin út á ensku og þýsku. 32 blaðsíður. Iceland Review. Verð: 374 kr. RÍKIÐ Platon Þýðing: Eyjólfur Kjalar LÆRDÖMSKM BrlKMENNTArrLAC.SINS PLATON Ríkið Fyrra bindi HID fSLENZKA BÓKMENNTAFCLAO Emilsson, sem einnig ritar inngang og skýringar Ríkið er helsta heimspekirit sögunnar. Það er viðamesta rit í flokki Lærdómsrita, tæp- ar 800 síður, í tveimur bind- um með öskju. í Ríkinu set- ur Platon fyrstur manna fram hugmyndir um fyrir- myndarríkið, hvernig því skuli stjórnað og fyrir komið, til þess að greina í hverju réttlæti felst. Einkenni ríkis- ins telur hann að samsvari einkennum sálarinnar. Ríkið er því í senn elsta stjórn- spekirit sögunnar og eitt fyrsta ritið til að greina sálar- líf mannsins. Platon leitaði eftir heilla- drýgsta fyrirkomulagi fyrir heildina fremur en að sam- félagi þar sem hver og einn fengi að njóta sín að vild. Ein þungamiðja Ríkisins er útlistun Platons á frum- myndakenningu sinni, að sönn þekking sé þekking á æðri veruleika en þeim skuggaheimi sem við lifum í, að heimspekingar séu einir færir um að leiða samfélag- ið í Ijósi þekkingar sinnar á hinu góða. Platon skipar sér af þess- um sökum í sveit andstæð- inga lýðræðis og varar við þeim hættum sem listin hef- ur í för með sér fyrir ham- ingju og heill samfélagsins. 408 og 354 blaðsíður. Hið íslenzka bókmenntafélag. Tvö bindi í öskju. Verð: 4.890 kr. SAGA ÍSAFJARÐAR OG EYRARHREPPS HINS FORNA l-IV BINDI Jón Þ. Þór sagnfræðingur Saga ísafjarðar og Eyrar- hrepps hins forna l-lV er nú fáanleg í fallegri gjafaöskju með mynd af Isafirði dags- ins í dag. í þessu verki er að finna mikinn fróðleik um byggð og búsetu í Eyrarhreppi og sögu ísafjarðar frá upphafi til ársins 1945. Þar er greint frá byggingarsögu kaup- staðarins, bæjarbrag og lífs- háttum, félags- og menning- armálum, bæjarstjórn og helstu þáttum bæjarmála og uppbyggingu og þróun at- vinnulífs á staðnum. Verkið er prýtt 850 Ijós- myndum, auk fjölda upp- drátta og korta til skýringar á efninu. Samtals 1.286 blaðsíður. Sögufélag ísfirðinga. Dreifing í Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag. Verð: 11.250 kr. SAGA KEFLAVÍKUR 1766-1890 Bjarni Guðmarsson Fyrsta bindi Sögu Keflavík- ur. í bókinni er rakin byggðasaga Keflavíkur frá því þorp tók að myndast þar laust eftir miðja 18. öld og fram um 1890. Greint er frá þróun atvinnu-, félags- og menningarlífs og ýmsu fleiru og við söguna koma ýmsar persónur í Keflavík á fyrri 58

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.