Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Blaðsíða 58

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Blaðsíða 58
Bœkur almenns efnis tíma, átti hvað mestan þátt í því að sagt var skilið við hugsunarhátt miðalda í heimspeki og vísindum. 204 blaðsíður. Hið íslenzka bókmenntafélag. Verð: Verð: 1.690 kr. ORÐSNILLD KVENNA Málmfríður Sigurðardóttir tók saman Ný bók í röð hinna vinsælu Snilldarbóka. Málmfríður Sigurðardóttir hefur hér safnað saman textabrotum, Ijóðum og hugleiðingum fjöl- margra íslenskra kvenna um ástina, sorgina, dauð- ann, landið, náttúruna, nótt- ina og margt fleira. 200 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 1.980 kr. ÓÐURINN UM EVU Sagnir af gyðjum og konum Manuela Dunn Mascetti Þýðing: Guðrún J. Bachmann Sr. Hanna María Péturs- dóttir ritar formála Hér gefst tækifæri til að kynnast hinum kvenlegu rót- um vestrænnar menningar og skilja inntakið í sögnum um gyðjur og konur - að uppgötva gyðjuna sem býr í hverri konu. Hér birtist kon- an sem skapari og sem tor- tímandi, sem ástkona, móðir og meyja. Fræðandi og heillandi bók með hátt á annað hundrað litmyndum. 240 blaðsíður. Forlagið Verð: 2.880 kr. PASSPORT TO ICELAND Nýstárleg landkynning í svipaðri stærð og broti og vegabréf. Litmyndir eru á svo til hverri síðu, ásamt upplýsingum um land og þjóð í léttum og oft gaman- sömum dúr. Fremst í bókina getur eigandi hennar skrifað nafn sitt og heimilisfang og aftast eru reitir þar sem safna má stimplum frá þeim stöðum sem hann heim- sækir á íslandi. Bókin er gefin út á ensku og þýsku. 32 blaðsíður. Iceland Review. Verð: 374 kr. RÍKIÐ Platon Þýðing: Eyjólfur Kjalar LÆRDÖMSKM BrlKMENNTArrLAC.SINS PLATON Ríkið Fyrra bindi HID fSLENZKA BÓKMENNTAFCLAO Emilsson, sem einnig ritar inngang og skýringar Ríkið er helsta heimspekirit sögunnar. Það er viðamesta rit í flokki Lærdómsrita, tæp- ar 800 síður, í tveimur bind- um með öskju. í Ríkinu set- ur Platon fyrstur manna fram hugmyndir um fyrir- myndarríkið, hvernig því skuli stjórnað og fyrir komið, til þess að greina í hverju réttlæti felst. Einkenni ríkis- ins telur hann að samsvari einkennum sálarinnar. Ríkið er því í senn elsta stjórn- spekirit sögunnar og eitt fyrsta ritið til að greina sálar- líf mannsins. Platon leitaði eftir heilla- drýgsta fyrirkomulagi fyrir heildina fremur en að sam- félagi þar sem hver og einn fengi að njóta sín að vild. Ein þungamiðja Ríkisins er útlistun Platons á frum- myndakenningu sinni, að sönn þekking sé þekking á æðri veruleika en þeim skuggaheimi sem við lifum í, að heimspekingar séu einir færir um að leiða samfélag- ið í Ijósi þekkingar sinnar á hinu góða. Platon skipar sér af þess- um sökum í sveit andstæð- inga lýðræðis og varar við þeim hættum sem listin hef- ur í för með sér fyrir ham- ingju og heill samfélagsins. 408 og 354 blaðsíður. Hið íslenzka bókmenntafélag. Tvö bindi í öskju. Verð: 4.890 kr. SAGA ÍSAFJARÐAR OG EYRARHREPPS HINS FORNA l-IV BINDI Jón Þ. Þór sagnfræðingur Saga ísafjarðar og Eyrar- hrepps hins forna l-lV er nú fáanleg í fallegri gjafaöskju með mynd af Isafirði dags- ins í dag. í þessu verki er að finna mikinn fróðleik um byggð og búsetu í Eyrarhreppi og sögu ísafjarðar frá upphafi til ársins 1945. Þar er greint frá byggingarsögu kaup- staðarins, bæjarbrag og lífs- háttum, félags- og menning- armálum, bæjarstjórn og helstu þáttum bæjarmála og uppbyggingu og þróun at- vinnulífs á staðnum. Verkið er prýtt 850 Ijós- myndum, auk fjölda upp- drátta og korta til skýringar á efninu. Samtals 1.286 blaðsíður. Sögufélag ísfirðinga. Dreifing í Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag. Verð: 11.250 kr. SAGA KEFLAVÍKUR 1766-1890 Bjarni Guðmarsson Fyrsta bindi Sögu Keflavík- ur. í bókinni er rakin byggðasaga Keflavíkur frá því þorp tók að myndast þar laust eftir miðja 18. öld og fram um 1890. Greint er frá þróun atvinnu-, félags- og menningarlífs og ýmsu fleiru og við söguna koma ýmsar persónur í Keflavík á fyrri 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.