Bókatíðindi - 01.12.1995, Page 34

Bókatíðindi - 01.12.1995, Page 34
Þydd skáldverk þriðja tug tungumála. Þýðandinn, Bríet Héðins- dóttir, gerir grein fyrir höfundinum og bókinni í ítarlegum eftirmála. 304 blaðsíður. Ormstunga ISBN 9979-63-001-9 Verð: 2.990 kr. MORÐ í HVERFINU Jonnie Jacobs Þýðing: Sólveig Jónsdóttir Afar vel skrifuð saga um ástir, afbrýði og afbrot. Kate er ólétt og ein með unga dóttur sína því eigin- maðurinn er farinn burtu „til að finna sjálfan sig". Frúin í næsta húsi finnst vegin og Kate dregst inn í ástarsamband við lög- reglumanninn sem á að leysa gátuna. Hún flækist ósjálfrátt inn í það verkefni, því hver getur gert svona nokkuð í þessu kyrrláta hverfi góðborgara? 256 blaðsíður. Úrvalsbækur Frjáls fjölmiðlun hf. ISBN 9979-840-31-5 Verð: 895 kr. 3 ókksefLsf- RíTfANGA OG 0ÖKAVERSLUN Glæsibæ Álfheimum 74 104 Reykjavík 568-4450 MORÐ I ÞREMUR ÞÁTTUM Agatha Christie Þýðing: Ragnar Jónasson Mord í þremur þáttum er sígild, fyrsta flokks leyni- lögreglusaga með spenn- andi söguþræði, óvæntum atburðum, grunsamlegum persónum og síðast en ekki síst sögulokum sem koma öllum á óvart... nema Hercule Poirot. 192 blaðsíður. Skjaldborg hf. ISBN 9979-57-270-1 Verð: 2.480 kr. Mary Higgins Clark Mundumig MUNDU MIG Mary Higgins Clark Þýðing: Jón Daníelsson Ellefta spennusaga höf- undar sem allar hafa orðið metsölubækur um gjör- vallan heim. Mary Higgins Clark bregst ekki lesendum nú frekar en endranær og heldur þeim í magnaðri spennu allt til síðustu blað- síðu bókarinnar. 264 blaðsíður. Skjaldborg hf. ISBN 9979-57-263-9 Verð: 2.480 kr. MYRKRANNA Á MILLI Sidney Sheldon Þýðing: Óskar Ingimarsson Harry Stanford, einn ríkasti maður heims, drukknar þegar hann fellur útbyrðis af snekkju sinni með dular- fullum hætti skammt frá Korsíku. Þetta kemur af stað atburðarás sem hefur áhrif jafnt austan hafs og vestan. í fjölskylduboði eftir útförina í Boston birtist Ijómandi falleg, ung kona. Hún segist vera dótt- ir Stanfords og krefst að fá sinn skerf af eignum auð- jöfursins. Er hún sú rétta eða ekki? Segir hún satt? Eða er hún að leika snjallan og stór- hættulegan leik? Einn víðlesnasti og snjall- asti spennusagnahöfundur veraldar. Skjaldborg hf. ISBN 9979-57-291-4 Verð: 2.480 kr. Eymundsson MYRKRAVERK Michael Ridpath Þýðing: Geir Svansson Michael Ridpath kom sem sigurvegari inn á breskan bókamarkað með þessari fyrstu skáldsögu sinni og hefur verið kallaður hinn breski John Grisham. Handritið var selt fyrir met- fé og hafa forlög í þrjátíu löndum tryggt sér útgáfu- réttinn á henni. Ridpath sótti ísland heim í tilefni af útkomu bókarinnar. Paul Murray er verðbréfa- miðlari í bresku kauphöll- inni og sýslar þar með milljónir punda á degi hverjum. Debbie, vinnu- félagi hans, finnst drukkn- uð í ánni Thames og fer Paul að grafast fyrir um orsakir þessa. Fyrr en varir hefur hann dregist inn í flókinn vef blekkinga, svika og morðs. Spennusaga í hæsta gæðaflokki! 303 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0290-4 Verð: 2.480 kr. •iBOKAHORNIÐtb Laugavegi 100 101 Reykjavík 551 -3939 NELL Mary Ann Evans, William Nicholson, Mark Handley Þýðing: Ragnar Hauksson Ógleymanleg saga um konu sem borin er í leyn- um og alin upp í ein- angrun. Allt í einu er hún hrifin úr þessu verndaða umhverfi og þeytt inn i hóp ókunnugra sem geta ekki komið sér saman um hvort hún sé dýr eða engill - eða hvort tveggja. - Samnefnd kvikmynd var sýnd í Háskólabíói með Jodie Foster í aðalhlutverki. 192 blaðsíður. Úrvalsbækur Frjáls fjölmiðlun hf. ISBN 9979-840-23-4 Verð: 895 kr. ÓGNARÁST Linda Randall Wisdom Þýð.: Ragnar Hauksson 34

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.