Bókatíðindi - 01.12.1995, Síða 42

Bókatíðindi - 01.12.1995, Síða 42
Bœkur almenns efnis vilja kynnast netinu sér til gagns og gamans. 132 blaðsiður. Lindin ISBN 9979-9144-3-2 Verð: 2.850 kr. Jr' HARXA \&j SÁLFIv/I3I)l| BARNASÁLFRÆÐI Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal Handbók handa uppal- endum og öðrum sem sinna málefnum barna frá fæðingu til unglingsára. Lýst er eðlilegum þroska- ferli á hverju æviskeiði fyrir sig og fjallað um ýmsa einstaka þætti sem geta mótað líf barna. 285 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-0896-6 Verð: 3.960 kr. BLOSSINN HÍRÓSÍMA - BORGIN SEM HVARF John Hershey Þýðing: Bergþóra Sigurðardóttir Heimsfrétt fyrir 50 árum. Heilli stórborg var tortímt á augnabliki með einni lítilli sprengju. Japanir gáfust upp. Bandamenn hrósuðu sigri en hirtu lítt um þján- ingar og dauða hundruða þúsunda. Frásögn byggð á vitnisburðum þeirra sem eftir lifðu. 160 blaðsíður. Fjölvi ISBN 9979-58-275-8 Verð: 2.280 kr. 7J\ \\ BOÐORÐIN TÍU Bókin hefur að geyma boð- orðin tíu ásamt greinar- góðum skýringum á merk- ingu hvers boðorðs fyrir sig. Boðorðin tíu er afar vönd- uð í alla staði og að nokkru leyti handunnin. Að auki er hún minnsta bók sem fáan- leg er hér á landi (meðf. mynd er í fullri stærð). 96 blaðsíður. Eggert og Hallsteinn. Dreifing: Islensk bókadreifing ISBN 9979-60-161-2 Verð: 950 kr. BÓKIN UM ENGLANA Sr. Karl Sigurbjörnsson Falleg bók um engla í kristinni trú og tilbeiðslu og í túlkun íslenskra og BÓKINUM ENGL4NA efr-Rr. Kk-í bful'N.i.uu erlendra listamanna. Prýdd fjölda litmynda. 90 blaðsíður. Skálholtsútgáfan ISBN 9979-826-42-8 Verð: 2.480 kr. A R N I 3IQURJÓNSSON BcSkmenntakenningar síðari alda BÓKMENNTAKENNING- AR SÍÐARI ALDA Árni Sigurjónsson ítarleg og vönduð kynning á vestrænum bókmennta- kenningum á tímabilinu 1500-1900, sú fyrsta sinnar tegundar á íslensku. Fjallað er um fjölda erlendra höf- unda en einnig skrif íslend- inga á þessu sviði og tengsl þeirra við alþjóðlega strauma. 462 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-0907-5 Verð: 4.480 kr. CELESTINE HANDRITIÐ James Redfield CELESTINE HANDRITIÐ James Redfield Þýðing: Anna María Hilmarsdóttir Þú hefur aldrei áður lesið bók sem þessa... Celestine handritið hefur að geyma leyndardóma sem eru að gjörbreyta heiminum. Bókin er byggð á fornri visku úr perúsku handriti og okkur er kennt að sjá samhengi atburð- anna í lífi okkar... jafnframt opinberar hún okkur hvað gerist á komandi árum! Bókin hefur gengið frá manni til manns síðan hún kom í litlar bókaverslanir víða um Ameríku. Celest- ine handritið kemur fram í dagsljósið þegar mann- kynið þarf verulega á því að halda að lesa það sem bókin hefur fram að færa. Sagan er heillandi ævintýri og uppgötvun en um leið leiðsögn sem getur hjálpað okkur að átta okkur á stöðu okkar... og leiðbeint okkur með nýrri orku og bjartsýni þegar við höldum ferð okkar áfram á vit morgun- dagsins. Bók sem kemur aðeins fram einu sinni á manns- ævi og skiptir sköpum í lífi fólks. 233 blaðsfður. Leiðarljós hf. ISBN 9979-9090-1-3 Verð: 2.490 kr. DAGAR ÍSLANDS Atburðir úr sögu og samtíð alla daga ársins Jónas Ragnarsson tók saman Bókin sem vitnað er í nán- ast daglega í útvarpsstöðv- um landins. Hún seldist upp eftir síðustu jól en hefur nú verið endur- prentuð. í Dögum íslands er atburðum sem tengjast lífinu í landinu og sögu þjóðarinnar skipað niður eftir dögum, alla 366 daga ársins. Hvað skyldi hafa gerst á íslandi þennan eða hinn daginn í aldanna rás? Hvaða tíðindi eru til dæmis skráð á afmælisdeginum þínum? I Dögum Islands er greint frá á þriðja þúsund atburð- um, stórtíðindum jafnt sem því skrýtna og skondna, svo úr verður bók sem í senn er fróðleg og skemmtileg. Dagar íslands höfðar til fólks á öllum aldri og ertilvalin gjafabók. 265 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0253-X Verð: 1.980 kr. EINKALÍF PLANTNA David Attenborough Þýðing: Óskar Ingimarsson Án plantna yrði enginn matur á jörðinni, engin dýr af nokkru tagi, ekkert líf. Þær lifa þó lengstum í sínum eigin heimi, og við 42

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.